mán. 21.4.2008
Unnið við frágang mynda
Ég er að vinna við frágang málverkanna minna fyrir sýninguna sem verður á Hótel Djúpavík fyrri part sumars. Það er svo merkilegt að ég klíni alltaf afgöngunum af þeirri vinnu á nýjan striga.
Svona til að eiga grunn fyrir mynd seinna. Svo horfi ég á strigann og sé mynd út úr klessunum og í höfðinu á mér kemur mynd sem mig langar að setja þar.
Ég sest niður og fer að vinna að hugmyndinni en þá er eins og einhver grípi í taumana og penslarnir mála eitthvað allt annað og oftast miklu betri hugmynd eða útfærslu.
Nú er ég komin með fleiri myndir til að velja úr á sýninguna. Það er alltaf gott að hafa val.
Þess vegna fagna ég þessu framtaki penslanna minna....
Athugasemdir
Snilldarhugmynd, gangi þér virkilega vel með þetta!
Lára Stefánsdóttir, 21.4.2008 kl. 00:27
Flottir penslar sem þú átt, knús
Svanhildur Karlsdóttir, 21.4.2008 kl. 09:24
Er nokkuð hægt að biðja um myndir hér inn á síðuna þína af verkum þínum, allavega sýnishorn?? ég er forvitin. Eigðu góðan dag
Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 13:54
Sæl Vilborg mín. Ekki vissi ég að í þér leyndist listamaður. En er svo sem ekkert hissa - þú ert hæfileikarík. Hver veit nema ég skelli mér til Djúpuvíkur í sumar orðið ansi langt síðan ég fór síðast á Strandirnar. hvenær er opnunin áformumuð ?
Hugsa oft til þín - vona að allt sé gott. þín Dagbjört.
Dagbjört (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 16:43
Þakka ykkur fyrir fallegu konur. Sýningin er frá 1. júní til 15. júlí á Hótel Djúpavík. Set kannski eitt sýnishorn enn fljótlega en þær sem eru komnar voru ekki fullunnar þegar ég setti þær inn. Knús á ykkur...
Vilborg Traustadóttir, 21.4.2008 kl. 17:05
Ég stefnið að því að fara á sýninguna ... ég fæ kannski gistingu aftur . Krakkarnir tala oft um ferðina góðu í fyrra.
Herdís Sigurjónsdóttir, 22.4.2008 kl. 08:51
Já bara mæta á svæðið, einhvern veginn alltaf nóg pláss!!! ;-)
Vilborg Traustadóttir, 22.4.2008 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.