fös. 18.4.2008
Evran?
Ég veit að við íslendingar erum vel stödd þjóð meðal þjóða. Við höfum flest til hnífs og skeiðar. Þó alls ekki öll. Okkur rennur blóðið til skyldunnar að sjá til þess að þau okkar sem eiga varla fyrir mat fái bætt kjör.
Okkur rennur blóðið til skyldunnar að sýna að við getum lifað í samfélagi sem hefur mannréttindi að leiðarljósi. Ef það er hluti af "geiminu" að taka upp evru hvers vegna ekki? Ef það skapar betri lífskjör og þar með aukin mannréttindi, hvers vegna ekki?
Við kjósum okkur leiðtoga sem við treystum. Við verðum að ætla að þeir leiðtogar séu traustsins verðir. Ég á þó erfitt með að skilja tregðu sjálfstæðismanna í evrumálum. Getur einhver útskýtrt fyrir mér við hvað þeir eru hræddir?
Hef ég misst af einhverju í rökstuðningi gegn evrunni og Evrópubandalaginu?
Við erum með sveiflukenndan viðkvæman gjaldmiðil í litlu hagkerfi. Svo segir seðlabankastjóri að við séum að "tala krónuna niður" ef við æmtum eða skræmtum.
Hvers vegna ekki evru kæri Davíð?
Ein ríkasta þjóð í heimi tekur ekki einhliða upp mynt annarrar þjóðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
kvitt og knús og góða helgi til þín Vilborg mín
G Antonia, 19.4.2008 kl. 02:26
Hvað getum við gert til þess að aðstoða þá sem eru fátækir?? ég er öll af vilja gerð, en ríkisstjórnin þarf að vera sterkari gagnvart fólki sem á erfitt, oft er erfitt að þiggja hjálp hjá fólki sem er nákomið viðkomandi, flestir hafa sitt stolt. Kær kveðja til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 14:27
Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær við ÞURFUM að taka upp Evruna. Ég held að því lengri tími sem líður þar til það ferli getur formelega hafist, þeim mun meiri skaða vinnu núvernadi kerfi á fjárhag almennings.
Því miður þá held ég að það sé rétt sem margir halda fram að D.O. hafi ekki reynt að skoða Evrumálin óhlutdrægt.
Marta B Helgadóttir, 19.4.2008 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.