Prentfrelsi - birtingarfrelsi

Ég setti inn sakleysislega tengingu við frétt í morgunblaðinu hér á síðuna, frétt um ferðir páfa vestur um haf.

Svo virðist sem fréttin hafi ýtt við tilfinningum sumra sem hér líta við. 

Ég tek það fram að ég er mjög andvíg ritskoðun hvers konar og því var það erfið ákvörðun fyrir mig að fjarlægja athugasemdir sem gerðar voru við greinina.  Athugasemdirnar voru þó svo harðvítugar að ég gat ekki hugsað mér að þeir sem hér líta við læsu þær á minni síðu.

Hluti athugasemdanna gekk út á að páfi væri sérstakur verndari barnaníðinga. 

Nú vill svo til að ég heyrði í fréttunum í gær að Benedikt páfi fordæmdi barnaníðinga og sagði ekkiert pláss fyrir þá innan kirkjunnar.  Skýrara getur það varla orðið eða skorinorðara.  

Það eru skiptar skoðanir um alla skapaða hluti.  Það er nauðsynlegt að skiptast á skoðunum um ólík málefni. Því beini ég þeim tilmælum til þeirra sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri hér á síðunni að orða þær á þann hátt að það þurfi ekki að fjarlægja athugasemdirnar sökum dónalegs og/eða ósvífins orðalags.

Það græðir enginn á því!  

Eða?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Sá sumar athugasemdirnar og skil þig alveg, knús

Svanhildur Karlsdóttir, 16.4.2008 kl. 19:43

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Knús til baka....

Vilborg Traustadóttir, 16.4.2008 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband