þri. 11.3.2008
Bandið hans Bubba - vonbrigði
Ég hef horft á tvo þætti af Bandinu hans Bubba og hluta af einum. Ég verð að segja það að ég varð fyrir miklum vonbrigðum.
Krakkarnir voru að standa sig mis vel og svo sem ekkert við því að segja. Þeir sem velja í þáttinn bera ábyrgð á því að þau eru komin í hann!
Vonbrigði mín felast í því hvernig Bubbi sjálfur hefur tæklað málin í því að gera upp á milli þeirra tveggja neðstu. Í einum þættinum sendi hann að vísu einn heim eftir rökstuðning.
Næst sendi hann bæði heim án rökstuðnings annars en þess að bæði hefðu verið svo léleg. Á föstudaginn var kastaði hann svo upp pening til að skera úr um það hvor færi heim. Án nokkurra raka eða útskýringa. Þau sem hafa lagt á sig mikla vinnu, stress og andvökunætur við undribúning og æfingar eiga betra skilið en þetta.
Áhorfendur eiga betra skilið en þetta.
Þetta er hrokafullt Bubbi!
Í mótmælaskyni ætla ég ekki að horfa á þáttinn á föstudaginn kemur og sjá svo bara til hvort ég nenni nokkuð að byrja á að horfa á hann aftur?
Athugasemdir
Er ekki með stöð2, svo fylgist ekki með, og þó ég gæti, myndi ég ekki gera það, því ég þoli ekki Bubba
Svanhildur Karlsdóttir, 11.3.2008 kl. 13:10
Ég er mjög sammála þér Ippa .... mjög svo!!!!! Mér finnst því miður engin með yfirburða sönggetu, en það getur komið. Ég er kannski að miða við uppáhaldsþáttinn minn AMERICAN IDOL..... kvitt og kveðja *
G Antonia, 11.3.2008 kl. 13:11
Algerlega misheppnaður þáttur. Ekki hvað síst fyrir þá sök að Bubbi er orðinn hrokagikkur og fráleitt sá sjarmur sem hann heldur.
Hann ætti líka að láta það vera að tala niður til annarra tónlistarmanna á opinberum vettvangi, eins og hann gerði nýlega. Maður sem er alltaf að endursemja sama lagið ætti ekki að gera slíkt.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.3.2008 kl. 13:21
já er samála þetta er bara rugl
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 11.3.2008 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.