lau. 8.3.2008
Umferðarofbeldi
Ég lenti í því í gær að rúðuþurrkurnar á bílnum mínum gáfu sig. Ég var stödd í Hamrahlíðinni og ákvað að brenna beint inn í Kópavog og láta þá hjá Toyota kíkja á málið.
Mamma og Solla systir voru með mér. Við vorum á leiðinni í búðir.
Á leiðinni var blautt og fór auðvitað að rigna sem aldrei fyrr. Ég opnaði hliðarúðuna og reyndi eftir föngum að halda mig á réttum vegarhelmingi. Allt í lagi með það en þá svínaði steypibíll fyrir mig og þvílíkur drulluaustur sem framrúðan mín fékk á sig. Ég varð auðvitað að hægja enn frekar á mér og kortlagði í huganum þann spöl sem eftir var í Kópavoginn.
Þegar ég beygði á afreinina þangað andaði ég léttar en nei, þá kom fólksbíll á fleygiferð og svínaði fram úr mér á afreininni. Það var eins gott að hafa sterkar taugar því þessu fylgdi stórhætta fyrir alla aðila með tilheyrandi drulluaustru sem hafnaði eins og hann lagði sig á frarúðunni hjá mér. Sem betur fer lenti ég á rauðu ljósi og gat þurrkð af framrúðunni mín megin með snjosköfunni þarna undir brúnni í Kópavoginum.
Síðan tók við ógreiðfær leið milli vegavinnuskilta og mátti ekki á milli sjá hvort ég eða skiltin myndum hafa yfirhöndina.
Þá sá ég það!
TOYOTA!
Ég vippaði mér inn og tjáði þeim að ég væri farin að fíla mig eins og á Warhtburginum forðum, þegar draslið í honum fór bara í gang þegar því datt það í hug sjálfu!
Við vorum drifnar inn í kaffi og vínarbrauð, rúðuþurrkurnar lagaðar og málið var næstum úr sögunni. Næstum, vegna þess að skynjarinn sem stýrir þurrkunum er bilaður og það var ekki til nýr. Þurrkurnar ganga þó á öllum nema hröðustu stillingu núna.
Ég verð því í slow-motion næstu vikuna eða svo.
Aðalatriðið er að við lifðum af þessa hættuför í því umferðarofbeldi sem tíðkast á Íslandi í dag.
Góður læknir sagði við mig einu sinni "ef það ætti að meta greindarvísitölu manna eftir aksturslaginu þá væru nú ansi margir sem næðu ekki meðllagi!"
Svo mörg voru þau orð, já og við fórum í búðir eftir þetta.
Bíllinn minn er hér til hliðar. Ekki alveg eins hreinn eftir ævintýri gærdagsins en þó í heilu lagi.
Athugasemdir
Veistu, það er alveg tll skammar hvernig við Íslendingar látum í umferðinni, frekjan og yfirgangurinn virðist vera nr. 1 2 og 3 hjá flestum
flottur bíll sem þú átt
knús
Svanhildur Karlsdóttir, 8.3.2008 kl. 11:15
Hér á Akureyri, er það einhverskonar norð "lenska" að gefa hreint ekki stefnuljós - hef aldrei vitað annað eins og hér í bæ - ef þú ert á hringtorgi ert þú í bráðri lífshættu
Hulda Margrét Traustadóttir, 8.3.2008 kl. 12:26
Umferðarlega séð eru Íslendingar algjörir hálfvitar. Þykist vita það þar sem ég hef keyrt um í ca. 10 öðrum löndum Evrópu. Hér er kúl að vera fúll á móti. Kær kveðja samt til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.3.2008 kl. 21:33
Það eru því miður alltof margir "Palli einn í heiminum" í umferðinni...pæla aldrei í neinum eða neinu í kringum sig.....maður þarf alltaf að hugsa um sig og svo alla hina í kringum sig...svona vera að spá í því hvað þeim detti í hug að gera....allavega finnst mér það...svona ef maður á að komast klakklaust á milli staða...og stefnuljós er eitthvað sem margir vita ekki að er búið að finna upp..eða gefa það bara um leið og beygt er ..nú eða hafa gleymt að taka það af þannig að maður veit heldur ekki alltaf hvort viðkomandi ætlar að beygja eða ekki og getur ekki stólað á það heldur..... Knús til þín og vonandi eru þurrkurnar komanar í lag núna..
Agný, 10.3.2008 kl. 15:03
Emil ertu ekkert hræddur í strætó?
Vilborg Traustadóttir, 18.3.2008 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.