þri. 19.2.2008
Hverjir lesa bloggið?
Ég rak mig á það áðan þegar ég ætlaði að fara auðveldu leiðina inn á bloggið mitt að það var engin auðveld leið. Það var svo langt síðan ég fór inn á það sjálf að það var dottið út úr felliglugganum.
Svo ég fór auðvitað aðra leið og fattaði um leið að ÞAÐ var auðveldasta leiðin. Slá inn fyrsta stafinn sem er i í mínu tilfelli og þá kemur bloggið upp og ég ýti bara á enter. Komið. Bang.
Þá fór ég að hugsa hver les þetta blogg fyrst m.a.s. ég fer svona sjaldan inn á það? Sem er kannski ekkert skrýtið þar sem ÉG veit hvað ég skrifa og þarf því ekki sífellt að vera að lesa ÞAÐ.
Hvers vegna blogga ég? Ég á ekkert svar við því.
Kannski fer ég bráðum í bloggverkfall eins og bloggvinur minn Jens sem kemur í Kastljósinu annað kvöld vegna þess?
Nei varla........
Athugasemdir
Ég blogga fyrir mig og þá sem álpast inná mitt svæði. Ætla aldrei í verkfall, maður fer ekki í verkfall hjá sjálfum sér, maður er bara mismunandi duglegur.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.2.2008 kl. 23:01
Ég blogga fyrir mig, vini og vandamenn, þegar ég get, er annars andlaus núna mánuð eftir mánuð
En ég sé að ég þarf að horfa á Kastljós annaðkvöld
Svanhildur Karlsdóttir, 19.2.2008 kl. 23:52
bloggið er farvegur fyrir fjasið, tuðið og besserwissmann
Brjánn Guðjónsson, 20.2.2008 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.