mið. 13.2.2008
Tilfinningar
Tilfinningar eru jafnan feimnismál meðal manna. Það þykir ekki sæmandi að sýna viðbrögð við einu eða neinu opinberlega. Þ.e.a.s. ef það tengist tilfinningum manns. Það getur í sjálfu sér verið rétt að hafa varann á og láta ekki gamminn geysa í tíma og ótíma. Ég hugsa að flestir vandi sig í því að koma tilfinningum sínum í þann búning sem þeir vilja að aðrir sjái þær í.
Það tekst misjafnlega vel hjá bloggurum.
Mér finnst t.d. ekki gaman að lesa einhvern einkahúmor milli tveggja eða fleiri einstaklinga á blogginu. Jafnvel ekki þó það séu miklar tilfinningar að baki honum. Kommon siminn er til þess að tjá sig um sínar helgustu tilfinningar eða þá msn eða skype. Hlífið mér við ástsjúkum tilfinningavellum og því að reyna að ganga í augum á hinum aðilanum "online".
Sem betur fer er ekki mikið um þetta en ég hef þó af og til dottið inn á síður hjá einstaklingum í mökunarhugleiðingum sín á milli
Það er í hæsta máta óþægilegt.
Það er afar vandmeðfarið að "skrifa með hjartanu" en það eru nú samt þannig blogg sem mér finnst skemmtilegast að lesa. Vel fram sett tilfinning t.d. í ljóði eða hnitmiðuðu bloggi er gulls ígildi.
Línan er hárfín og listin að skrifa með hjartanu er ekki öllum gefin. Því skemmtilegra er að lesa það sem vel tekst til hjá góðum bloggurum.
Bara svona að pæla........
Athugasemdir
Ég hef bara aldrei rekist á svona komment. Kannski tek ég bara ekkert eftir því veit ekki, er stundum einföld í svona málum, fatta ekki svona alltaf. Kveðja til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 17:30
Þetta hefur alveg farið framhjá mér
Svanhildur Karlsdóttir, 13.2.2008 kl. 17:40
Ef maður þekkir pínu til kemur þetta upp á yfirborðið. Ekkert sem ég get ekki lifað við svo sem. Hallærislegt samt.....
Vilborg Traustadóttir, 13.2.2008 kl. 18:12
P.s. Þið eruð báðar með skemmtileg blogg að mínu mati sem ég les oftast með ánægju...
Vilborg Traustadóttir, 13.2.2008 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.