mán. 11.2.2008
Framhjáhald á netinu
Er virkilega til framhjáhald á netinu? Svarið er já. Ég hef orðið vitni að því oftar en einu sinni að einstaklingar eru að draga sig saman á netinu. Meira að segja hér á hinu blásaklausa moggabloggi. Ég var nú svo græn að ég fattaði þetta ekki í fyrstu og tók þátt í fíflaganginum. Daðraði m.a.s. pínulítið og dauðsé eftir því núna. Ég sé það eftir á að framhjáhald getur gengið lengi og fyrir allra augum á netinu og margir taku þátt í því að hylma yfir. M.a. með fjölda athugasemda sem "fela Sökudólgana". Látum vera að einhleypt fólk sé að "markaðssetja sig" á netinu. En þegar harðgift fjölskyldufólk lætur eins og táningar þá er nú fokið í flest skjól!
Ég vona bara að ég með mínum fíflalegu athugasemdum á sumum stöðum hafi ekki sært aðra um of. Nóg um þetta. Lífið er miskunarlaust og sumt fólk er miskunarlausara en annað.
Brennivínið lúrir oft að baki og Bakkus karlinn glottir framan í heiminn. Hann er konungur auðmýkingarinnar.
Athugasemdir
Það er alveg rétt hjá þér að minnast á þetta.
Marta B Helgadóttir, 11.2.2008 kl. 15:14
Hvernig stendur á að ég hef misst af þessu daðri.
Heiður Helgadóttir, 11.2.2008 kl. 17:51
He he ég er svo "eftirávitur" að ég fatta þetta ekki fyrr en allt er komið í "hund og kött"!!! Von að þú spyrjir!
Vilborg Traustadóttir, 11.2.2008 kl. 18:05
ég verð nú aldrei vör við neitt, en allt getur samt verið að gerast ! hér eða þar....
fallegt mánudagskvöld til þín
Bless í bili
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.2.2008 kl. 18:06
Verð að segja eins og þið maður er svo grænn að maður er óvænt og óafvitandi þátt-takandi í einhverju sem maður vill ekki vera með í - en þó maður sé grænn skynjaði maður vissar breytingar ....en betra að varast þessa veröld eins og aðrar og kunna að velja sér vini. Á fáa en góða bloggvini er með læsta síðu SAVE ?
Hulda Margrét Traustadóttir, 11.2.2008 kl. 18:30
Hmmmmmm, þetta hefur alveg farið framhjá mér
Svanhildur Karlsdóttir, 11.2.2008 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.