Tysabri hvað tefur?

Ég las viðtal við Ragnhildi Guðmunsdsóttur MS-konu í Mogganum í dag. Hún segist ekki vita til að hún sé útvalin til að fá nýtt og öflugt lyf gegn MS sjúkdómnum. Ég ræddi við lækninn minn en hann veit ekkert hvar ég er stödd á biðlistanum? Hann hefur sótt um fyrir nokkra MS-sjúkinga sem hann telur að eigi að fá lyfið en honum hefur ekki verið svarað! Mér finnst alveg ótækt að heilbrigðisyfirvöld láti sjúklinga engjast svona og bíða eftir lyfi sem er komið. Næsta skref hjá mér verður að bjóðast til að borga lyfið sjálf. Það er komið og ég á að fá það. Þetta er mikill mínus á annars ágætu heilbrigðiskerfi. Gersamlega óþolandi og yfirvöldum til smánar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

já Vilborg þetta er til skammar, óþolandi að veita ekki þá þjónustu sem til staðar er

knús

Svanhildur Karlsdóttir, 27.1.2008 kl. 17:35

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Gengur ekki Vilborg ! Hvað getum við tekið til bragðs ?

Hulda Margrét Traustadóttir, 27.1.2008 kl. 21:25

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég sá þessa grein. Það hlýtur að vera hægt að hraða þessu, hvað er helst til ráða?

Marta B Helgadóttir, 27.1.2008 kl. 22:04

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það er ljóst að Landspítalinn sér um að gefa þetta lyf (en hann hefur einnig afgreitt Rebíf og önnus sambærileg lyf við MS). Kannski er það að tefja málið að afgreiða í gegn um spítalann? Getur verið að læknar starfandi á Landspítalanum gangi fyrir með sína sjúklinga? Eða? Ég uppfylli öll skilyrði fyrir að fá lyfið, fór í segulómun og allt sem þarf fyrr á árinu.

Minn læknir starfar ekki á Landspítalanum lengur. Maður spyr sig svona en hann fær harla litlar upplýsingar um hvar málið er statt.

Vilborg Traustadóttir, 27.1.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband