Margrét Sverrisdóttir skóp nýja meirihlutann í Reykjavík

Er virkilega enginn búin að fatta þetta? Fjölmiðlar djöflast á Ólafi F. Magnússyni og Sjálfstæðisflokknum en horfa fram hjá þeirri sem ber ábyrgð á þessu öllu. Margrét Sverrisdóttir tók sæti Ólafs F. Magnússonar í veikindaleyfi hans og settist í stól forseta Borgarstjórnar m.m. Þegar Ólafur snéri aftur úr veikindaleyfinu karfðist hún heilbrigðisvottorðs og reyndi á allan hátt að koma í veg fyrir að hann tæki aftur sæti sitt í Borgarstjórninni. Maður þarf ekki að hafa sterkt ímyndunarafl til að fá hugmynd um hvernig staða hans var í þessum hópi. Enda kom það á daginn að hann gafst upp og leitaði annað þar sem honum var haldið "í gíslingu" innan Borgarstjórnarinnar fyrrverandi. Af Margréti Sverrisdóttur fyrst og fremst. Eftir Margréti dönsuðu svo aðrir borgarrfulltrúar í meirihlutanum fyrrverandi.
Ábyrgðin á að vera þar sem hún á heima ekki á herðum þeirra sem tóku að sér að "frelsa gíslinn" eða á "gíslinum" sjálfum.
Ég óska nýrri Borgarstjórn góðs gengis.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Það er mikið til í þessu hjá þér. Það eina sem Margrét samdi um á sínum tíma var stóll og einkabílstjóri handa sjálfri sér.

Halla Rut , 25.1.2008 kl. 19:08

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Segi eins og Hanna er þetta rétt?

Ásdís Sigurðardóttir, 25.1.2008 kl. 22:56

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það ljóta í málinu er að skrílslætin skipulöggð af fráfarandi Borgarfulltrúum beindust að því að reyna að brjóta einn mann niður, Ólaf F. Magnússon. Eineltið skilaði sér greinilega heim í stofu og látið mig þekkja eineltistilburði......hef sjálf lent í svipuðu liði og var þarna á pöllunum......þar sem er ekki hlustað á málflutning eða rök en bara öskrað og æpt í stjórnlausu ofstæki...

Vilborg Traustadóttir, 25.1.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband