Rökleysi og dylgjur

Las í fréttablaðinu í gær viðtal við Garðar Sverrisson þar sem hann svarar greinargerð eftir úttekt sem stjórn Öryrkjabandalagsins og fyrrverandi formaður Sigursteinn Másson lét gera um aðstæður i fjölbýlishúsi sem ÖBÍ á og rekur. Þar kemur margt athugavert fram um aðstæður í húsinu og það er talið áratugum á eftir samtímanum að safna öryrkjum saman í eina blokk. Það kalli á félagsleg varndamál einkum hjá börnum og unglingum. Garðar sem er nú formaður hússjóðsins kýs að hleypa öllu í bál og brand í stað þess að bregðast við skýrlunni með viðeigandi hætti. Þeir sem eftir sitja með sárt ennið eru skjólstæðingar Öryrkjabandalagsins og engir aðrir. Garðari tekst æ ofan í æ með ótrúlega undirförlum hætti að skapa andrúmsloft fyrir sjálfan sig að fljóta ofan á. Honum er einkar lagið að skapa sundrung og notfæra sér sjúkar aðstæður. Þó Garðar telji hússjóð ÖBÍ bera ábyrgð á dauðaslysi sem varð vegna þess að hússjóðurinn hafði ekki látið setja hitastýsingu á baðherbergi virðist hann ekki telja að hússjóðurinn eigi að bregðast við og laga önnur mál hjá sér sem brenna á. Það er algerlege óásættanlegt að ekkert eftirlit sé með íbúunum sem eru jú þarna venga þess að þeir þurfa á meira eftirliti að halda (hefði eg haldið). Að bera fyrir sig friðhelgi heimilisins er auðvitað bara bull í Garðari sem stundar þær aðferðir sjálfur að hringja heim til fóks og sleppa því ekki úr símanum fyrr en það lofar að samþykkja hans hlið mála. Flestir gera þetta örugglega bara til að losna úr símanum því hann hringir bara aftur ef þú ert ósammála í fyrstu!
Verði honum að góðu segi ég nú bara. Eftir situr fólk sem hefur treyst á hann til góðra verka. Fólk sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér en situr áfram í verri aðstæðum en nokkru sinni fyrr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

úffff þetta er leiðindarmál

Svanhildur Karlsdóttir, 18.1.2008 kl. 15:38

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er ömurlegt mál, þegar einstaklingar taka að sér að sjá um minniháttar hópa og misnota svo aðstöðu sína.   Ég vona svo sannarlega að það finnist vitræn lausn á þessu vandamáli.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.1.2008 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband