Lyf sem gagna ekki óþarfa kostnaður...frekar hagnaður

Las í blöðunum í dag að lyfið Tysabri sem gefið er við MS sjúkdómnum er komið í notkun. Ég er að bíða eftir því og var hætt á Interferon Beta Rebif til að undirbúa það. Þar sem einkenni blossuðu upp eftir þriggja mánaða hvíld frá því var mér ráðlagt af lækni að hefja aftur að sprauta mig með Rebif. Ég fann þó að aukaverkanir Rebif eins og aukinn spasmi gerði vart við sig mjög fljótt eftir að ég hóf tökuna á því á ný. Því er ég afar fegin að hafin er notkun á Tysabri sem er mun öflugra lyf en Rebif og auk þess með litlar aukaverkanir. Set mig fljótlega í samband við lækninn minn þar sem ég hef fundið aukna versnun síðastliðið ár. Því er um að gera að reyna að taka í taumana. Ég tel það þjóðhagslega hagkvæmt að gefa sjúklingum nauðsynleg lyf sem ganga vel. Hagkvæmara en að kosta upp á dýrar innlagnir oftar þegar ekkert lyf er gefið. Fyrir utan bætta líðan einstaklinganna sem ætti að öllu eðlilegu að vera aðalatriðið.
mbl.is Lyfjamarkaðurinn virkar ekki sem skyldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég vona svo innilega að þú og aðrir sem berjast við þennan sjúkdóm fáið þau lyf sem þið þurfið til að ykkur líði sæmilega.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband