Draumur

Mig dreymdi draum eina nóttina. Óvenju skýran draum. Ég varð vitni að eldsvoða í draumnum. Það blossaði upp mikið bál og mjög skær logi sem myndaði hring. Svona eins og stór elddiskur. Ég fann að bálið var óviðráðanlegt í draumnum og ekkert þýddi að reyna að slökkva það. Svo brann það bara upp fyrir augunum á mér og hringurinn brann inn. Slokknaði svo. Ég fór þá að kanna skemmdir og sá að þær höfðu orðið miklar. Reykskemmdir og mikið svart og brunnið. Bruninn hafði verið hjá MS félaginu og fyrrverandi göngudeildi þess var ónýt eftir brunann. Ég hugsaði með mér í draumnum að ég yrði að upplýsa Þuríði Sigurðardóttur (sem er núverandi framkvæmdastjóri Dagvistar félagsins) um málið og fá hennar álit á skemmdunum. Þegar ég reyndi það þá stóð hún bara úti í horni og talaði í símann. Hún mátti ekkert vera að því að meta skemmdirnar því hún var að tala við vinkonur sínar í símann! Ég stóð bara róleg og beið eftir að hún svaraði mér og ég var enn að bíða þegar ég vaknaði.

Ráððning óskast!?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

......Æstur og magnaður eldur táknar ófrið og fjandskap, þú munt brátt reiðast heiftarlega af litlu tilefni.

.......Sjá hús brenna: hættumerki 

fann þetta í draumaráðningabók

kveðja

Svanhildur Karlsdóttir, 12.1.2008 kl. 15:22

2 Smámynd: G Antonia

Elsku Vilborg!!!!  Gleðilegt ár og til hamingju með afmælið, ég færi þér hér með afmælisfréttir, góssið var að koma í "hús". Þannig að ef ég fer um helgina í bæinn færi ég þér það í afmælisgjöf. Ef ekki, þá kem ég allavega á mánudaginn. Annars er þér velkomið að sækja það hingað ef þú vilt.
En afmælisgjöf er þetta, þó síðbúin... hva???  er ekki ár síðan þetta "týndist" næstum upp á dag
afmælis og áramótaknús
Guðbjörg

G Antonia, 12.1.2008 kl. 17:15

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sæl verið þið. Já það er gott að sjá hvað eldur getur þýtt. Hallast að því að vonbrigðin yfir kulnuðum eldi geti átt við í þessu tilfelli. Göngudeild MS félagsins var lögð niður eftir að Þuríður (sem kemur fram í draumnum) lét reka John Benedikts taugalækni frá MS dagvistinni og þar með félaginu. Hlakka til að sjá þig Guðbjörg. Með góssið!!!

Vilborg Traustadóttir, 12.1.2008 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband