Gafst upp að bíða

Fór með systur minni að hitta taugalækni í dag. Spurði hann í leiðinni hvað ég ætti að gera í sambandi við lyfið Tysabri sem ég er að bíða eftir að fá. Hann ráðlagði mér, þar sem ég er komin með mikið af gömlu MS-einkennunum aftur að leysa aftur út lyfið Interferon Beta Rebif sem ég var hætt á þar sem það er talið æskilegt að hvíla sig á því fyrir töku á Tysabri. Þvílíkt skipbrot fyrr mig. Heilbrigðisyfirvöld hafa ekki séð sóma sinn í að flýta afgreiðslu málsins þó leyfi sé fengið fyrir nýju og mun öflugra lyfi. Lyfi sem augljóslega skilar meiru, bæði heilsufarslega og fjárhagslega, og þar meina ég fyrir ríkið. Ég sagði við manninn minn og stend við það. Ég mun ekki kjósa Sjálfstæðisflokkin í næstu þingkosningum. Sjálfstæðismenn sem ég kaus í síðustu kosningum eru með málaflokkinn og ég hafði fulla trú á að þeir myndu taka mynduglega á málun en NEI þeir lyppast áfram í gamla farinu, ráðleysi og hrossakaupum innan hins að því er virðist ósigrandi smáríkjasambandi smákónga og drottninga heilbrigðisstofnana. Þátturinn "Já ráðherra" er enn við líði og blómstrar sem aldrei fyrr. Nú í heilbrigðismálum okkar íslendinga!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Því miður er ég hrædd um að það sé sama hvaða flokkur er við stjórn, heilbrigðisgeirinn er alltaf útundan og það sem okkur finnst að ætti að gera er venjulega ekki það sama og hinu opinbera finnst að eigi að gera. En maður alltaf að hlutirnir batni.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2008 kl. 23:53

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Það þarf að standa upp og gera eitthvað ! Hver getur staðið fyrir því að velja lyf og hafna eftir þörfum ! Það þarf að vera læknir í starfi heilbrgðisráðherra en ekki hvað ? Maður skyldi halda að það hjálpaði allavega !

Hulda Margrét Traustadóttir, 5.1.2008 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband