mið. 2.1.2008
Árinu heilsað með Kim Larsen og Kjukken
Eftir mjög skemmtilegt Gamlárskvöld og magnaða flugelda tók við brjálað geim hér hjá okkur. Flestir gestanna voru farnir en Geir skellti á Danmark 1 og viti menn, þáttur um hljómleikaferð Kim Larsen og Kjukken var í boði þar. Solla systir var enn hér og við skemmtum okkur ekki lítið yfir þessu. Síðan settum við á Danmark 1 + og hlustuðum aftur. Þá héldu okkur heldur engin bönd og við dönsuðum um íbúðina villtar í geiminu. Því miður náðist bara mynd af okkur í byrjun enda hefðum við ekki tollað á myndinni eftir að dansinn hófst. Svo rammt kvað að danstilburðum okkar að leikstjórarnir Quinten og Eli óku hjá í hummer limmo en bönkuðu þó ekki upp á í þetta sinn. Við vorum alla vega vissar um að þetta væru þeir og færðumst allar í aukana við þessa augljósu (ímynduðu) athygli þeirra.
Athugasemdir
Ekki smá sæt mynd af ykkur, önnur að vísu alvörugefnari en hin en það hefur rjátlast af henni í Quinten sveiflunni ! Hefði viljað sjá til ykkar
Maður er alltaf að missa af einhverju en vorum með mann í "gíslingu" í humar piri piri hvítlauks veislu, ansi gaman. 
Hulda Margrét Traustadóttir, 2.1.2008 kl. 20:25
Kim Larsen er flottur
Ásdís Sigurðardóttir, 2.1.2008 kl. 20:39
Gleðilegt ár, eins gott að njóta listisemda lífsins.
Ester Sveinbjarnardóttir, 3.1.2008 kl. 02:10
Flott mynd af flottum systrum, vantaði bara eina flotta í viðbót
Voða ertu brún Vilborg..varstu að fjárfesta í ljósalampa, ja maður spyr sig
Held það sé brúni liturinn í dressinu sem fer þér svona vel.
Bestu nýárskveðjur til ykkar allra..
Stella (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 22:50
Alltaf sól í Sólheimum, sérstaklega svona hátt uppi þar sem maður er nánast alltaf ofar skýjum!
Vilborg Traustadóttir, 5.1.2008 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.