Ég er þakklát

Ég er þakklát fyrir það sem mér hefur hlotnast í lífinu.  Þakklát fyri það uppeldi sem ég fékk. Að alast upp við ysta haf í mikilli einangrun en finna aldrei fyrir því að vera einn.  Samheldni fjölskyldunnar var slík.  Það var ekki fyrr en vegurinn kom að við fórum að tvístrast.  Sem betur fer kannski.  Samheldni okkar í uppeldinu hefur þó haft þau áhrif að ég held að við systkinin búum að því áfram.  Þó það lengist á milli um tíma þá "kippum við í spottann" um síðir.  Römm er sú taug.
Ég er einnig þakklát fyrir að eiga "fjallhressa" foreldra.
Ég er þakklát fyrir að hafa eignast marga góða vini og vinkonur á skólaárunum og í gegn um lífið. Það er ómetanlegt að eiga góðan vinahóp og ekki síðra hve ólíkir einstaklingar eru í þeim
hópi.  Lífið verður svo litríkt og skemmtilegt þegar maður hefur svo breiðan hóp að tala við í gleði og í sorg.
Ég er þakklát fyrir það samferðafólk sem ég rekst á í lífinu til lengri eða skemmri tíma.  Það er nefnilega ekki lengd samverunnar sem skiptir öllu máli heldur er það hvernig maður nýtir þær stundir sem maður fær. 
Ég er þakklát fyrir manninn minn og fyrir syni mína og tengdadætur sem eru mér öll mjög mikils virði.  Án þeirra og kærleikans sem þau gefa mér væri ég ekki neitt.  Ég er þakklát fyrir ömmustrákana mína sem eru sem perlur af himnum sendir.  Skynsamir, duglegir og góðir.  Sundum BARA duglegir og kraftmiklir.  Svoleiðis á það að vera.  Engin lognmolla í "ömmuhúsi".
Jólin verða því fjörug, lífleg og umfram allt kærleiksrík okkur öllum.
Ég er þakklát.
Knús í allar áttir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Gleðileg jól, og takk fyrir góð samskipti á árinu sem er að líða

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 25.12.2007 kl. 11:35

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Rétt hjá þér Vilborg, höfum margt að þakka fyrir. Gleðileg jól og takk fyrir fallega gjöf.

Hulda Margrét Traustadóttir, 25.12.2007 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband