Hveragerði - komin heim

Kom heim í dag eftir vel heppnaða dvöl hjá Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði.  Mjög gott að fá aukinn þrótt og liðlleika.  Borða hollan og góðan mat í nokkrar vikur og þurfa ekki að elda hann! Kynnast góðu fólki og mynda tengsl sem maður veit að eru komin til að vera í mörgum tilfellum. Það var þarna m.a.  skemmtileg kvölddagskrá byggð á ævi og verkum Sigvalda Kaldalóns.  Guðrún Ásmundsdóttir leikkona tók saman dagskrá um ævi hans og kirkjukór Selfoss og Kotsrtandarhrepps söng lögin. Ég gerði töluvert af því að kíkja í bolla á "kaffistofunni", en þó það sé ekki boðið upp á kaffi hjá stofnununni þá mega dvalargestir hella sér upp á í þvottahúsinu.  Það gerðum við óspart og þar sem ég er bæði kjöftug og áræðin var mér falið að spá í þá bolla sem hvolft var.  Ásamt öðrum mér reyndari spákonum. Það kom sjálfri mér reyndar meira á óvart en þeim sem ég spáði fyrir hve það sem ég sagði passaði við það sem var í gangi hjá fólki.  Ég fékk nánast sjokk í morgun þegar ein kona kom og sagði mér frá símtali sem hún fékk í gær eftir spádóminn að það sem ég spáði fyrir henni um mjög langt ferðalag með pari var hugsanlega að verða að veruleika.  Alla vegana var komin upp sú staða að það var komið á athugunarstig að fara til Ástralíu með pari!  Margt annað sem ég sagði við hana passaði nákvæmlega við hennar líf og ég er alvarlega að hugsa um að leggja þetta fyrir mig!  Nema hvað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert greinilega gáfum gædd notaðu það. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 8.12.2007 kl. 00:03

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Velkomin heim - gott að þér líður vel. Þú færð sko að spá fyrir mér, næst þegar við hittumst og ég skal spá fyrir þér  ....

Hulda Margrét Traustadóttir, 8.12.2007 kl. 10:02

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Spáðu í mig og ég skal spá í þig söng Megas, á vel við í þessu tilfelli!

Vilborg Traustadóttir, 8.12.2007 kl. 10:18

4 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Velkomin heim frá mínum gamla heimabæ Hveragerði, þar bjó ég frá 10 ára aldri til tvítugs. Frábær dvalastaður Heilsustofnunin, um spámennsku hef ég nú sem fæst orð, mér hættir til að verða svo heitt í hamsi þegar minnst er á þann þátt "andlegra" mála.

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 8.12.2007 kl. 19:51

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Spámennska er vandmeðfarin, maður segir ekki hvað sem er og maður særir ekki.  Reynir að vera samkvæmur því sem maður sér og skynjar.  Kom mér verulega á óvart hve allar gáttir opnuðust hjá mér.  Kannski var það andrúmsloftið í Hveragerði???

Vilborg Traustadóttir, 8.12.2007 kl. 23:54

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Viltu setja mig á biðlista fyrir spádóm hjá þér?

Marta B Helgadóttir, 9.12.2007 kl. 23:43

7 identicon

en hvernig fer fyrir þeim sem vilja spádóm en drekka ekki kaffi? þ.e. mér. spáirðu í telauf? spurning hvort að hæfileikinn liggi ekki í báðu...

Drífa Þöll (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 16:41

8 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Spái með ánægju fyrir þér Marta og Drífa það má alveg spá í svart te.  Reynir kannski aðeins meira á ímyndunaraflið að sjá táknin.

Vilborg Traustadóttir, 12.12.2007 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband