Málverk og ljóð á Bláu Könnunni

Skemmtileg sýning og óneitanlega dálítið magnað að hafa ljóð með hverri mynd.  Þarna á ég við málverkasýningu Margrétar Traustadóttur á Bláu Könnunni á Akureyri. Hún hefur ort ljóð við nokkrar myndir sínar og fengið mig og Gísla Gíslason ( Bratt) til að yrkja við aðrar.  Set hér með eina af myndunum hennar og ljóðið er eftir mig.  Myndin er seld.

 

DSC00618
Ég var eitt sinn
að dandalast með þér
þegar kvöldið kom
--
Grösin spegluðust
í augum þér
og vatninu
--
Þú hlóst og sagðir
komdu og sjáðu
--
- Sjáðu vatnið
það hlær.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Það var óhemju gaman að þú komst og sást afraksturinn, það fer ekki á milli mála að þetta vinnur vel saman. Myndin er ljóð og ljóðið er mynd ! Og ljóðin hafa ekki síður notið athygli en myndirnar og ljóðin gera þetta einhvernvegin stærra og meira.

Vænti því frekari samvinnu og eins þegar þú ferð að mála meira er ég meira en tilbúin að semja við þínar myndir ef þú þarft á að halda.

Ástarþakkir fyrir komuna og ánægjulega samveru. Magga systir

Hulda Margrét Traustadóttir, 4.11.2007 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband