Detox í Póllandi

Er að ganga frá ferð til Póllands þann 29. september n.k.  Ég fór þangað ásamt vinkonu minni í janúar á þessu ári og þvílík heilsulind!  Ég ákvað að fara þangað og halda upp á 50 ára afmælið þar.  Það væri besta afmælisgjöf sem ég gæti fengið.  Maðurinn minn var sammála og gaf mér ferðina.  Skömmu eftir að ég kom heim var tengdapabbi hjá augnlækni.  Hann sagði honum að það hefði verið erindi í útvarpi eða blöðum þar sem fram kom að það besta sem hægt væri að gefa fimmtugum í afmælisgjöf væri ristilspeglun.  Það þætti bara ekki nógu fínt að gefa það.  Hins vegar væri það oft um fimmtugt sem ristillinn færi að sýna einkenni sem fylgjast þyrfti með. 
Í Póllandi byggist meðferðin á föstu í tvær vikur.  Það eru eingöngu innbyrtar 600 hitaeiningar á dag og þar eru grænmeti og ávextir uppistaðan. Daglegt nudd,  teygjuæfingar úti í skógi, gönguferðir, sund og sundleikfimi, leikfimi í sal og tækjum, slökun, gufuböð o.s.frv. í tvær vikur.  Lestur góðra bóka, sjónvarpsgláp að ógleymdum trúnó samtölum, sérstaklega í gufunni.  Það er eins og gufan opni fyrir allar gáttir í þeim efnum og lokar fyrir áframhaldandi kjaftagang um leið og maður fer úr henni.Wink Svo er boðið upp á snyrtingu á stofu og fór ég í hand og fótsnyrtingu ásamt andlitssnyrtingu.  Þetta var algert dekur og heilsan tekin föstum tökum um leið.  Ég hlakka til að láta heisuna hafa forgang aftur í tvær vikur og mun halda mér við efnið áfram eins og ég hef gert að miklu leyti síðan ég fór síðast.Pólland 034
Hér er mynd af mér og hinum "illræmda" Boris sem sá um stólpípumeðferðir á heilsuhótelinu.  Þegar maður er kominn á staðinn og búin að fræðast um málin er ekki spurning um að taka allann pakkann og Boris með!  Það er gífurlegur léttir að losna við alla "vasana" og aukalegar harðar kúlur sem veltast um í ristlinum og líkaminn hefur ekki bolmagn til að losa sig við án utanaðkomandi aðstoðar.  Maður var hreinlega "full of shit" ....Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Afar athyglisvert, þó ekki væri fyrir annað en dekrið og slökunina....er ekki alveg eins sannfærð um frárennslið en þó þú leist rosalega vel út þegar þú komst heim síðast....íhuga ferð þó síðar verði mér til heilsubótar......en veit ekki alveg hvort ég færi í ALLT !! Magga systir

Hulda Margrét Traustadóttir, 22.8.2007 kl. 22:30

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Kannski skellum við okkur aftur seinna í vetur eða í vor?  Ég reikna með að fara a.m.k. árlega.

Vilborg Traustadóttir, 22.8.2007 kl. 22:57

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

heyrðu ... ég var að skipta um mynd á blogginu mínu - vona að þið finnið mig samt, var nokkuð oft búin að fá athugasemdir frá ættingjum og vinnufélögum um að hin myndin væri ekki nógu góð

Marta B Helgadóttir, 23.8.2007 kl. 02:02

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...skrepp til London núna fram á sunnudagskvöld og fer lítið i tölvu - birti niðurstöður ur kosningunni þegar eg er komin heim

Marta B Helgadóttir, 23.8.2007 kl. 02:04

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...væri til í svona detox ferð

Marta B Helgadóttir, 23.8.2007 kl. 02:05

6 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Ég væri sko til í að fara með ykkur Stóru, en verð að láta mig dreyma um stund...skólinn og allt það.... kannski gef ég mér þetta bara í útskriftargjöf

Herdís Sigurjónsdóttir, 23.8.2007 kl. 08:18

7 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ertu að fara á Rolling Stones Marta?   Já Herdís þú kemur bara þó síðar verði enda er laaaangt í fimmtugt hjá þér.

Vilborg Traustadóttir, 23.8.2007 kl. 09:07

8 Smámynd: G Antonia

 kannast við þetta allt saman - algjör sæla  og gaman að kynnast líka góðu fólki eins og ykkur.
-bollastell-ferlið í fullum gangi ennþá  vona það fari að koma eitthvað út úr því ....
sæt mynd af þér og Boris ..
bestu kv

G Antonia, 23.8.2007 kl. 21:39

9 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já við erum huggulegt "par" við Dr. Boris. Bíð spennt eftir leirtauinu, mitt voru 17 matardiskar.  (Get aldrei verið eftir uppskrift svo ég tók þá 17 sem voru til)

Vilborg Traustadóttir, 23.8.2007 kl. 23:52

10 Smámynd: Jens Guð

  Gott að þú skulir hafa fundið þessa leið,  Ippa mín.  Heilsist þér sem best!

Jens Guð, 24.8.2007 kl. 00:19

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hæ. Nei ekki á neina tónleika í þessari ferð. Er í vinnuferð fyrir bankann fram á sunnudagskvöld. Hékk svo seint í gærkvöldi inná blogginu (af öllum stöðum...) í fótabaði og sjálfhverfum hugleiðingum (og skammast mín ekkert fyrir það )  og beið eftir samferðafólkinu.

Marta B Helgadóttir, 24.8.2007 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband