Kona aðgerðanna

Ég er kona aðgerðanna. Ekki í eiginlegri merkingu þess orðs.  Þ.e.a.s. ég er ekki mikið í læknisaðgerðum (7,9,13).  Heldur er það að þegar ég lendi í vandamálum og mótlæti tekst ég á við það með aðgerðum.  Ég missti kisuna mína eins og ég hef sagt ykkur frá.  Ég er búin að vera mjög niðurdregin síðan.  Hún var fósturdóttir mín.  Ég ól hana fyrstu dagana meðan mamman jafnaði sig eftir keisaraskurðinn.  Lét hana pissa og gaf henni dósamjólk. Svo deyr hún með svona vofeiflegum hætti.  Hún var blönduð af Bengalakyni.  Hafði blandast við íslenska ketti.  Hún hafði sterk Bengala einkenni.  T.d. hafði hún rafgul augu og hvíta silfurþræði í feldinum.  Þessa loftkenndu þræði. Nema hvað að eftir tvo daga í sorg og sút sendi ég rafpóst til Ólafs í Nátthaga sem ræktar Bengal ketti.  Spyrst fyrir um kettina.  Átti leið framhjá Nátthaga sama dag og afréð ásamt samferðafólki að kíkja við og athuga með kettina.  Spyrjast fyrir um hvort hægt væri að fá að sjá kettlinga sem væru hugsanlega til sölu.  Ekki síst eftirlifandi kisunnar vegna sem er auðvitað mjög einmana.  Við hittum á Ólaf í gróðurhúsi og ég bar upp erindið.  Skipti engum togum að ég fékk langan fyrirlestur um þá ósvífni að ryðjast svona inn og "ætlast til" að fá að sjá kettina undirbúningslaust.  Við sjötluðum málið og sögðum eins og satt var að ég hefði sent póst um morguninn og ákveðið svo að koma við þar sem ég átti leið hjá.  No big deal!  Við fórum svo strax og án þess að fá að sjá ketti enda engin aðstaða til þess að okkur skildist.  Einhverjir rafpóstar fóru okkar á milli í kjölfarið og ætla ég nú ekkert að rekja þá frekar hér.  Það er lengi von á einum hugsaði ég nú bara með mér og endaði þessi samskipti með kurt og pí.  Það kom fram í rafpóstunum að hann selur kettlingana vanaða á 95.000 krónur.  Það finnst mér ekki ásættanlegt.  Ég þekki ekki til þess í neinni ræktun að ræktendur geti áskilið sér rétt til að vana dýrin og selja þau svo á fullu verði. Þannig að ég mun una glöð með þeirri einu kisu sem eftir er á heimilinu og leyfa henni bara að heimsækja aðra ketti eftir efnum og ástæðum en hún er innikisa þar sem við búum svo hátt uppi.
--
Góðu  fréttirnar eru þær að svo lengi lærir sem lifir!!!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Eftir lestur póstanna sem ykkur fóru á milli ,  þá  prísaðu þig sæla að vera heil á húfi..þvílíkt rugl...bíddu við finnum handa þér kettling ef þú vilt....er fegin að þú varst ekki ein á ferð á þessum slóðum...!!!!

Svona menn ættu að vera undir lás og slá. Ég spyr hvað halda menn að þeir séu....????

Magga systir

Hulda Margrét Traustadóttir, 18.8.2007 kl. 21:29

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

"Water under the bridge" eins og þar stendur.  Ekki mitt mál þó mönnum líði ekki vel.  Tek það ekki inn á mig.

Vilborg Traustadóttir, 18.8.2007 kl. 23:53

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Þetta er rétti andinn .

Herdís Sigurjónsdóttir, 19.8.2007 kl. 09:56

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Já, vonandi þarftu ekki að lesa fleiri rafpósta frá þessum manni.....omg

kv. Magga systir

Hulda Margrét Traustadóttir, 19.8.2007 kl. 11:35

5 Smámynd: Kristín Sigurjónsdóttir

Sæl Vilborg.

Ja hérna, það er synd að segja að mannlífið sé ekki skrautlegt og er alltaf gaman að hitta fyrir einstaklinga sem falla ekki í normið, þannig hugsaði ég þegar hann sýndi mér eindæma dónaskap í vor er ég bauð honum bara góðan daginn  þegar ég kom í Nátthaga eftir langt ferðalag, ég átti ekki að yrða á hann meðan hann afgreiddi aðra.

Ég hef verið í verslunar, framleiðslu og þjónustustörfum og ber mikla virðingu fyrir viðskiptavinum mínum, það eru þeir sem gera mér greiða að versla og eiga við mig viðskipti en ekki öfugt.

Þegar menn láta allt sem á þeim hvílir yfir á viðskiptavinin, eru með svona framkomu eiga þeir að draga sig í hlé og selja, hann er greinilega  útbrunn og eyðileggur annars ágætan rekstur ef svona heldur áfram, ég hef haft ánægju  að versla í Nátthaga enda Nátthaga bóndinn hafsjór af fróðleik um plöntur ef það er hægt að ná þannig á honum og ekki borið það fyrir mig þótt verðið sé töluvert hærra en á sambærilegum gróðrarstöðum, svo er hann farinn að ganga í buxum enda mikið af rósum og þær stinga svo..

Hvernig heldur þú að Kringlan væri ef.. þessi kerling í afgreiðslu væri slæm á breytingaskeiðinu og hvæsti á þig  ..ef þessi afgreiðslumaður væri fúll vegna þess að frúin var með höfuðverk í gærkvöldi enda komin með viðhald ..eða að þessi þjónn er svo þunnur að hann getur ekki afgreitt matinn,.. nei svona gengur ekki mér sem viðskiptavini kemur þettað ekki við...

Vilborg eigum við ekki þú með heltina og stafinn  eins og hann nefndi þig og ég skökk og skæld að bjóða honum að kaupa reksturinn áður en hann hrekur alla í burtu.

Hann getur hirt helvítis geldu kettina......það væri geðslegt ef þú sem er afspyrnu fær í undaneldi barna hefðir farið að vana strákana fyrir afhendingu

Þú skalt þiggja að taka inn parið sem frændi þinn var að bjóða þér, ég gat ekki betur séð en þeir væru glæsilega ræktaðir bengalkettir, ég er alveg til í að taka þátt í ræktuninni með ykkur.

Kveðja Kristín

Kristín Sigurjónsdóttir, 19.8.2007 kl. 13:10

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Maðurinn er auðvitað klikk sko

Marta B Helgadóttir, 19.8.2007 kl. 21:41

7 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sælar skvísur.  Það er alveg athugandi Kristín að fara að rækta Bengal-ketti.  Ég get komið upp fínni aðstöðu á heimili mínu á Djúpuvík á Ströndum og myndi taka vel á móti hverjum þeim sem áhuga kynni að hafa.  Neyðin kennir nakinni konu að spinna eins og sagt er.  Marta þetta var alla vega lærdómsríkt!!!!

Vilborg Traustadóttir, 19.8.2007 kl. 22:42

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sæl. Mig vantar að fá sendan frá þér bókartitil vegna leshringsins. Kveðja, Marta

Marta B Helgadóttir, 20.8.2007 kl. 11:58

9 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Úps!!!!!!  Spennandi.

Vilborg Traustadóttir, 20.8.2007 kl. 12:15

10 Smámynd: Agný

Hæ vinkona. Þetta er ekki einleikið með kisurnar okkar að mín sem er systir Mímí skuli eftir því sem ég best veit vera dáin og var þá að auki kasólétt  en svona er þetta nú..Bið að heilsa þér frá Sogaard en þú getur séð hvar það er hér http://www.bjarnarbol.dk

Agný, 21.8.2007 kl. 12:40

11 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Er þá ættbálkurinn þinn þar með að þurrkast út?  Létum taka Mímí úr sambandi þar sem hún gat ekki fætt kettlingana vegna mjaðmagrindarbrots.  Hugsanlega eitthvað skökk en allavega var það of sárt fyrir hana þá.  Góðar kveðjur til ykkar.

Vilborg Traustadóttir, 21.8.2007 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband