lau. 11.8.2007
Ráðhúsið í dag
Í dag fórum við hjónin í Ráðhús Reykjavíkur. Þar fögnuðu taílendingar áttræðisafmæli konungsins í Taílandi Rama níunda. Það var gaman að hlýða á söng og skemmtilega músik. Allt iðandi af lífi og lífsgleði. Tengdadóttir okkar sem er taílensk söng listavel á hátíðinni. Synir hennar og sjóarans sonar míns gista svo hjá ömmu og afa í nótt og stefnan er tekin á berjamó á morgun. Sjá má á meðfylgjandi slóð þegar annar þeirra Geir Ægir afhendir ungri snót rós.
Athugasemdir
æi svo sætur þegar hann afhendir rósina, þinn ömmu strákur og ummm vildi vel fara í berjamó og fá góð blá- eða krækiber í lófann og beint i munninn eigið góða berjaveiði!!!
frá sólinni á Spáni
G Antonia, 12.8.2007 kl. 01:48
flottur ömmustrákur
Marta B Helgadóttir, 12.8.2007 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.