sun. 29.7.2007
Þrír af fjórum mögulegum
Þrír strákar af fjórum mögulegum gistu hjá ömmu og afa í nótt. Þegar ljóst var í gær í hvað stefndi tók amma sig til og fór í Rúmfatalagerinn og keypti tvær sængur og tvær "sumarsængur", tvo kodda o.fl. smálegt. Við fórum nefnilega með gestasængurnar á Strandirnar um daginn og ætluðum alltaf að kaupa nýjar hér. Hersingin mætti um áttaleytið í gærkvöldi með tilheyrandi farangur, dót og góða skapið. Hér var stanslaus brunabílakeyrsla fram eftir kvöldi milli þess sem þeir brugðu sér í tölvuna hjá ömmu og tóku einn og einn Mentos-leik (ég er forfallin í þeim leik, skjóta niður kúlur (og það tyggjókúlur), get hangið í honum og gersamlega gleymt mér), einnig var mikið skrafað og skeggrætt. Það er yndislegt að vera ósýnilegur heyra utan að sér bollaleggingar þeirra snáðanna. Viktor ætlaði ekki að sofa hér en sat með afa og horfði á sjónvarpið þar til hann sofnaði í afa fangi. Hann vaknaði svo snemma og vildi fara beint heim til mömmu og gerði það með afa. Hinir tveir "skæruliðarnir" eru í stuði hjá ömmu núna og hafa fengið það efiða verkefni að taka til eftir sig meðan amma bloggar!
Amma tók sængurnar og lagaði sófana og þeir eiga að tína pappír og dót saman....verkefnið er greinilega ekki hafið þar sem þeir eru búnir að gangsetja brunabílana.
Það rignir úti núna svo það gefur ekki á leikvöllinn sem er hér rétt hjá. Sjáum til á eftir hvort úr því rætist. Verðum sennilega að sækja hlífðarfatnað ef það á að verða.
Það er einstaklega gefandi og skemmtilegt að umgangast börn. Hressir strákar sem eru uppfinningasamir og duglegir eiga hug minn allann þessa stundina.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:36 | Facebook
Athugasemdir
Yndislegt líf þetta ömmulíf, fékk nasasjón af því síðasta sólarhring. En ég passaði ömmusysturlinginn hann Þórð Davíð þriggja mánaða og vaknaði upp á 4 tíma fresti að ungbarnasið. Það sem er svo ljúft að síðan eru þau bara sótt .
Herdís Sigurjónsdóttir, 29.7.2007 kl. 21:01
Yndislegt þetta fjölskyldulíf.
Marta B Helgadóttir, 29.7.2007 kl. 22:02
Eins og ég "strákakellingin" hef alltaf sagt þú ert rík að eiga þessa ömmustráka, og þeir pottþétt heppnir að eiga þig fyrir ömmu
bíð spennt eftir ömmu strákunum mínum... margt líkt með okkur elskan, þar sem ég á bara stráka (og reyndar bara bræður) svo hvernig byggist ég við öðru en stráka-barnabörnum, ég kann ekkert á neitt annað
ég er eina "pjallan" á bænum og nokkuð groddaleg og strákaleg, finnst þér ekki hehe!!!
Gaman að sjá að til eru svona alvöru ömmur og afar, sem kunna líka að blogga eins og unglingar ehehhe
´heilsuknús frá Spáni
G Antonia, 30.7.2007 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.