Bátar, kostur og gullbrúðkaup

Bátarnir okkar tveir Hafgammur og Nao eru innpakkaðir og tilbúnir á kerrum til flutnings á Strandirnar. Skútan Ippa verður heima um sinn.  Hluta flotbryggjunnar var einnig komið á vörubíl sem fer norður á Strandir í kvöld eða á morgun. Verslaði áðan fyrir a.m.k. 10 daga úthald.  Gott að búa að þeirri reynslu að hafa verið ráðskona í vegavinnu þegar skipulagt er svona fram í tímann.  Svo bætir maður í sarpinn í hverri búð á leiðinni eins og hver búð sé sú síðasta fyrir eyðimerkurvistBlush.  Byrja venjulega á að fara í gegn um skápa og fleygja útrunnum marvælum, kryddi o.þ.h. sem dagar uppi yfir veturinn í húsinu okkar vestra. Whistling  Það er norðan átt en hæglætisveður sýnist mér samt að verði.   InLoveForeldrar bestu vinkonu minnar eiga gullbrúðkaup um helgina og þau ásamt fjölskyldunni munu koma til okkar og halda upp á það á Ströndunum.  Mikill heiður fyrir okkur að fá að taka á móti þeim og aðstoða eftir föngum á þessum merku tímamótum í lífi þeirra.  Sérstaklega þar sem ég var heimagangur hjá þeim  um lengri eða skemmri tíma á árum áður.  Ég hlakka mikið til og maður lætur ekki veðrið stjórna sér þegar þannig stendur á.  Þvert á móti gerum við allar þær ráðstafanir sem mögulegar eru til að helgin verði ánægjuleg.  Wizard 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Búin að panta sól  og gott veður og því er bara eins gott fyrir okkur að mæta bara með leikskólafötin, en hef ég orðið vör við það að það er alltaf gott veður hjá Sædísi Erlu, enda við öllu búin í leikskólanum.

Ég hlakka ekkert smá til að mæta á svæðið og veit ég að eins er með alla hina ferðalangana og Neffríði systur mína líka  .

Herdís Sigurjónsdóttir, 9.7.2007 kl. 17:55

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hehehehehe góð...  En vonandi verður hún hress sem aldrei fyrr um helgina hún stóra systir þín.  Hlakka líka til.  Ekki gleyma sundfötunum og sólgleraugunum.

Vilborg Traustadóttir, 9.7.2007 kl. 22:02

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Við pabbi liggjum yfir kortum og ferðabókum, þú veist hann þarf alltaf að ráða  enda á leið í pílagrímaferð í Kjörvog að hitta andans áa.

Herdís Sigurjónsdóttir, 9.7.2007 kl. 23:18

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Við bjóðum okkur á Kjörvog að sjálfsögðu!  Náfrændi minn býr þar.  Sonur Önnu frænku (systir Línu sem Kristín þekkir). Svo er pósthúsið þar ef við viljum senda póstkort úr sveitinni.  Ég er EKKI nettengd á Djúpuvík.

Vilborg Traustadóttir, 10.7.2007 kl. 00:11

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Ég þarf einmitt að senda póstkort til Bosníu, en félagi minn er í friðargæslu þar og  hef ég lýst yfir póstkortastríði í sumar. Hann var að segja mér að amma hans væri í Ófeigsfirði .... þetta Strandafólk, bara eins og Siglfirðingar sem búa bara annars staðar.

Ég hlakka mikið til og er að skella mér inn á Akureyri til að sækja frumburðinn, því enginn vill missa af Djúpuvík.

Gott með bloggleysið, við getum þá bara talað saman í staðinn 

Herdís Sigurjónsdóttir, 10.7.2007 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband