Sól og þvottur

Þvoði þvott í dag, lá í sólbaði og kláraði leirskálina mína hjá Ljósinu. Hún er margra tíma skál þessi leirskál og ætti að verða fín eftir allt puðið!  Set mynd af henni hér inn þegar hún verður tilbúin.  Erum að undirbúa Strandaferð.  Förum trúlega um helgina.  Fyrst þarf ég að hitta John Benedikz.  Hann vill senda mig í sneiðmynd af höfði.  Ég datt á hausinn fyrir c.a. þrem vikum og hef verið hálf vönkuð síðan.  Gæti hafa fengið einhverja blæðingu.  Jafnvel höfuðkúpubrotnað/brákast.  Þá dettur mér í hug lína um hjólreiðamann úr læknaskýrslu. " Ég datt í götuna við áreksturinn en þegar ég tók af mér hjálminn  kom í ljós að ég var höfuðkúpubrotinn!"
Góðu fréttirnar eru þær að John heldur að ég hafi bara fengið heilahristing.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Guð minn góður Vilborg viltu fara eftir öllu sem John Benediktz segir þér að gera, traustur maður, hann er pabbi Margrétar vinkonu minnar

Kann einn góðan sem tengist svona uppákomum

maður nokkur sem datt á hausinn og fékk heilahristing - hann sagði heimilisfólkinu að hann mætti alls ekki fara að sofa um kvöldið því ef hann gerði það þá gæti hann bara verið dáinn þegar hann vaknaði um morguninn ...

Marta B Helgadóttir, 3.7.2007 kl. 01:13

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

.. gott að þú ert greinilega að komast til heilsu -

Yndislegt að fara á Strandir, fór þar um með gönguhópnum mínum fyrir 3 árum síðan. Það var fyrstu helgina í júlí og þá var ennþá hafís sjáanlegur fyrir utan þó komið væri fram á mitt sumar. Hitastigið var ca 7 gráður, okkur þótti fjári kalt og lentum ar að auki í úrhellisrigningu. Hef ekki lent i annarri eins vosbúð, en samt var ferðin bæði skemmtileg og eftirminnileg.  

Marta B Helgadóttir, 3.7.2007 kl. 01:22

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já ég tek sko mark á John, hann er besti læknir sem ég þekki.  Hitti hann í dag.  Skil ekki hvernig MS-félagið telur sig geta funkerað án hans.  Það er einhver hjúkku-rígur í núverandi framkvæmdatjóra dagvistarinnar sem vill ráða öllu ein.  Hún lét reka hann frá MS-dagvistinni og síðar félaginu.  Óbætanlegt mál að allra áliti nema hennar og þeirra sem nú ráða þarna.  Sagan góð hjá þér!!!!!!

Vilborg Traustadóttir, 3.7.2007 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband