þri. 26.6.2007
Ristilhreinsun
Var að keyra heim áðan. Hlustaði á talstöðina. Æðislegu lögin sem voru vinsæl þegar ég "var og hét" eitthvað "númer" á yngri árum hljómuðu. Dr Hook með Silvia´s mother, Meatloaf. (Já þetta spannaði langt svið mín "yngri" ár). Skyndilega kom auglýsing frá "Góð heilsa gulli betri" á Njálsgötu 1. Það var um prógramm til að hreinsa ristilinn. Ég þangað. Keypti þetta. Ég hef nefnilega verið svo góð frá því ég fór til Póllands en núna er ég öll í klessu. Húðin á höndunum sprungin o.s.frv. Það er eitt einkenni eiturefna í líkamanum. Nú er það ávextir og grænmeti næstu tvær vikur og taka hreinsunina með. Þetta byggir á trefjum, acitophilus o.fl.
Kom svo út í bíl og þá hljómuðu Eagles með Hótel Califoría , já já ég var líka ung þegar það var hvað vinsælast!!!!!
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Oooo ég elska þessa tónlist sem þú nefnir þarna
Marta B Helgadóttir, 26.6.2007 kl. 22:52
... hver
Brattur, 26.6.2007 kl. 23:20
úppss.. byrjum aftur... hvert er uppáhaldslagið þitt með Gautunum?
Brattur, 26.6.2007 kl. 23:21
Góður!!! Eða ætti ég að segja "brattur"????? Auðvitað er það Lindin sem hann Guðmundur Gauti söng með sinni yndislegu rödd. " Ég vildi að ég væri eins og þú, svo vakað gæti bæði daga og nætur.......". Já ég var á mínum "yngri" árum á böllum með Gautunum... Hvernig vissirrrrrrrruuuuu????????????
Vilborg Traustadóttir, 26.6.2007 kl. 23:35
... ólst upp á Sauðnesi... böll á Ketilási... ég var þar...
Brattur, 26.6.2007 kl. 23:36
ÚPS!!!!!!!!!
Vilborg Traustadóttir, 26.6.2007 kl. 23:46
jamm... en best að fara að leggja sig núna... þau eru hvort sem er öll í þoku Ketilásarárin...
Brattur, 26.6.2007 kl. 23:56
Það þýðir nú ekkert að fara að bera við meðvitundarleysi núna! Loksins þegar þetta er að verða spennandi !!! Annars er Ketilásinn flottur ennþá. Búið að mála húsið og alles...Já Marta þetta voru gullaldartímar í tónlist........
Vilborg Traustadóttir, 27.6.2007 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.