þri. 26.6.2007
Gjörningur, málverkasýning og leynigestur
Meðal annars sem fram fór á ættarmótinu hjá "Sauðanesveldinu" um helgina var málverka- og ljóðasýning, gjörningur og leynigestur. Samantekt á lífinu á Sauðanesi í gamla daga var svo í höndum Möggu systir. Málverka og ljóðasýningin fór vel fram og var talsvert skoðað.
Á þessari mynd eru nokkrar myndir Sollu systur. Takið eftir króknum á borðinu fyrir framan litlu myndirnar. Pabbi smíðaði hann þegar vantaði varastykki í rakstrarvélina. Þannig að þarna var einnig hans framlag til listarinnar!!
Gjörningur sem ég framdi fólst í því að ég mætti með kassa af maltöli og kassa af Mónu rís-plötum og mamma og pabbi útdeildu því. Þegar við bjuggum á Sauðanesi áður en vegurinn kom þá var alltaf pantaður kassi af maltöli og rís-plötum til að gera sér glaðan dag yfir sumarið. Við vorum 48 á ættarmótinu og svo skemmtilega vill til að í rís-plötu-pakkningunni eru 48 rís-plötur!!!
Leynigestur var sóttur um kl 19.00. Jón Trausti sá um atriðið. Leynigesturinn var engin önnur en okkar góða, skemmtilega og fallega Ágústa á Stóru-Reykjum.
Magga systir sá svo um upprifjun frá Sauðanesárunum okkar, hvernig var að fara í skóla o.s.frv. Dætur hennar Hulda og Stella aðstoðuðu hana við upplesturinn og að lokum dró Magga fram nokkur sendibréf sem höfðu farið milli fjölskyldumeðlima á árum áður. Það var mjög skemmtilegt að rifja þetta upp. Þarna eru þær mæðgur með "gamla settinu" á tröppunum sem notaðar voru sem "heldri manna inngangur á blómatímum Sauðanesveldisins"!!!!
Margt annað skemmtilegt var haft á takteinum og las Solla systir m.a. sendibréf sem Magga kom með. Bréf frá Sollu til Möggu. Bréfið var frá sokkabandsárum þeirra. MJÖG FYNDIÐ!!!!
Athugasemdir
Ég "stal" myndinni af mér mömmu, Huldu og ömmu og afa og setti á bloggsíðuna mína (lykilorðið er 2909)..
Takk fyrir frábæra helgi!!
Stella.
Stella (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 15:17
Hvar er bloggsíðan þín vistuð? Hver er slóðin??? Var að finna Drífu í gær!!!!
Vilborg Traustadóttir, 26.6.2007 kl. 18:32
www.123.is/stella
Stella (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 09:33
www.123.is/stella
Stella (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.