þri. 5.6.2007
Menn eru dýr
Þarna er enn eitt dæmið um það hvernig menn breytast í dýr og hleypa sínum lægstu hvötum lausum þegar þeir fá aðstæður til þess. Þá á ég að sjálfsögðu við hermennina og þá sem standa í stríðsrekstri gegn saklausu fólki. Þetta er enn að gerast allt í kring um okkur. M.a.s. Gyðingar sem fóru afar illa út úr Helförinni eru sjálfir að myrða fólk í Palestínu og víðar. Af því þeir hafa "rétt" á því. Vestrænn heimur styður við og tekur þátt í stríðsbrölti gegn saklausu fólki. Við horfum á aðgerðarlaus meðan hver "helförin" af annarri fer fram fyrir augum okkar. Við teljum okkur stundum vera að "verja okkur" eða koma í veg fyrir óréttlætið í heiminum. Við skiljum ekki að með þessu erum við að auka á óréttlætið. Við getum ekki skapað friðsaman heim með því að drepa aðra og skilja eftir okkur sviðna jörð. Við verðum að átta okkur á því að til eru menn, fyrirtæki og ríki sem beinlínis græða á stríðsrekstri og meðan svo er verður aldrei friður í okkar annars ágæta heimi. Vöknum!
Ég er að breytast í dýr sem langar að deyja" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:41 | Facebook
Athugasemdir
Það eru nú svo ekki margir gyðingar lifandi ennþá eftir helförina. Þeir sem eru lifandi eru ekki mikið í því að skjóta fólk, orðnir frekar gamlir í það...
Fín grein annars :)
Páll Ingi Kvaran, 5.6.2007 kl. 14:58
Syndir feðranna gæti það kallast þegar reiðin gengur kynslóð fram af kynslóð? Takk fyrir kommentið.
Vilborg Traustadóttir, 5.6.2007 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.