Trausti á afmæli

Elsti sonur minn Trausti Veigar er 32 ára í dag. Það er ekki svo ýkja langt síðan Strákagöngin við Siglufjörð voru opnuð fyrir konu í "barnsnauð".  Þannig var að göngunum var lokað á hverju vori meðan hreinsað (skrollað eins og það var kallað) var laust grjót úr hlíðunum við munnana og einnig inni í göngunum eftir þörfum.  Þetta var gert miðvikudaginn 28. maí 1975.  Ég fór í mæðraskoðun þann dag en fékk að fara heim aftur og sjá aðeins til, sækja dótið mitt og svona því líklegt þótti að fæðingin væri að hefjast.   Þegar ég svo fór af stað um sexleytið stóð heiðursvörður vaskra grjóthreinsunarmanna aðgerðarlaus í hlíðunum og veifaði stelpunni sem var að fara að eignast sitt fyrsta barn í kaupstaðnum.  Pabbi og bræður mínir voru þar á meðal.  Trausti fæddist svo aðfaranótt 29. maí kl 3.20 ef ég man rétt.  Allt gekk vel.  Til hamingju Trausti!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband