sun. 27.5.2007
Össur
Össur klikkar ekki. Hann er ekki fyrr sestur í stól iðnaðaráðherra en hann fer að gefa yfirlýsingar eins og umhverfisráðherra! Hann er greinilega komin í þörf fyrir að tjá sig. Ég á hús á Djúpuvík. Frændi minn og vinur Ásbjörn Þorgilsson og kona hans Eva Sigurbjörnsdóttir góð vinkona mín hafa haft þar vetursetu þar sem þau eru búsett á staðnum. Þegar við komum þangað fyrst á vorin er mikið skrafað og skeggrætt. Ásbjörn frændi fer mikinn eftir veturinn! Össur minnir mig á hann um þessar mundir. Kannski er ekki slæmt að marka skýrar línur strax í upphafi? Ég held þó að Össur ráði ekki við sig af kæti og gefi því yfirlýsingar hægri vinstri. Ég tel þó heppilegra fyrir nýja Ríkisstjórn að fara varlega af stað í þeim efnum, því fari menn offari er meiri hætta á skipbroti seinna. Samanber hinn útbreiddi syndrome kenndur við Össur, "Össurarsyndrome". Sagði ekki einhver "push the button"?
Össur segir ríkisstjórnina ekki munu ráðast í Norðlingaölduveitu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.