lau. 26.5.2007
Ingibjörg Sólrún
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er vaxandi stjórnmálamaður. Í viðtali við hana í einhverju blaðanna í dag lýsir hún því að erfiðleikar undanfarinna ára og ákveðin mótbyr hafi þroskað hana sem stjórnmálamann. Hún sé betri stjórnmálamaður nú en hún var fyrir fjórum árum. Hún er nú utanríkisráðherra Íslands og mun eflaust marka skýra stefnu í þeim málum. Það er sennilega kostur að nýr utanríkisráðherra kemur að málum þar sem miklar breytingar hafa orðið í eftir brotthvarf Bandaríkjahers og breyttra aðstæðna í kjölfar þess. Valgerður var þó mikil valkyrja og búin að koma þeim málum í góðan farveg ásamt fyrrverandi Ríkisstjórn. Heimsmyndin er þó sífellt að breytast ekki síst ef nýtt "kalt stríð" milli austurs og vesturs er í uppsiglingu. Ýmsar blikur hafa af og til komist á loft í þá veru. Þá er Ísland aftur orðið lykillinn þar á milli. Því er augljóst að ekkert er fast í hendi og eins gott að vera viðbúin. Ég óska Ingibjörgu Sólrúnu til hamingju og góðs gengis í starfi sínu fyrir land og þjóð.
Íslendingar á tímamótum í öryggismálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er sammála þessu Vilborg. Vonandi er hún traustsins verð. Það á eftir að koma í ljós. En hún hefur fengið á sig nýja yfirvegaðri ásýnd eftir kossinn fræga. Svona er gott að kissa (froska) prinsa. Farðu vel með þig elskuleg.
Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.