þri. 22.5.2007
Loksins
Það er ánægjulegt að Sjálfstæðisflokkurinn fari með heilbrigðismálin næstu árin. Guðlaugur Þór er réttur maður í málið. Röggsamur og óragur við að taka á málum sem þarf að taka á. Það er einnig tímabært að aðskilja heilbrigðismálin frá tryggingamálum. Ég fann inn á tortryggni á milli þessara aðila í starfi mínu sem formaður MS-félagsins og framkvæmdastjóri dagvistar þess. Tryggingamálin eru betur komin meðal félagsmálanna. Önnur uppstokkun er örugglega af hinu góða og vonandi verður unnt að fækka ráðuneytum á kjörtímabilinu og spara þannig og gera allt starf í þeim skilvirkara. Mín skoðun er sú að millistjórnendum ætti að fækka eða skerpa skipurit þannig að gegnsæi í allri stjórnsýslu verði meira. Það er ekkert eins óþolandi að ganga frá og handsala samninga við ráðherra sem millistjórnendur fara svo með í vaskinn á vinnsluferlinu. Það er dýrt spaug að leggja mikla vinnu í mál sem áætlanir sýna að skili hagnaði en eyðileggja þau svo á lokasprettinum. Ég sé bjartari tíma framundan í þessum efnum og veit að hagkvæmni og skilvirk og góð þjónusta verður höfð að leiðarljósi.
Guðlaugur Þór: Hlakka til að takast á við verkefnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr heyr...hann verður röggsamur svo mikið er víst. Ég hlakka til banka upp á hjá nýja ráðherranum fyrir hönd okkar Mosfellinga
Herdís Sigurjónsdóttir, 23.5.2007 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.