þri. 15.5.2007
Framsókn - ekkert stopp
Ég er í meginatriðum ósammála okkar ágæta veðurfræðingi og framsóknarmanni Einari Sveinbjörnssyni. Ég tel að eini lífsmöguleiki Framsóknar sé einmitt að halda áfram stjórnarsamstarfinu. Hugsiið ykkur, þeir geta tvöfaldað afl sitt með því að kalla inn varaþingmenn og láta ráðherrana ekki sitja á þingi. Jón og Jónína geta bæði verið ráðherrar áfram og aðrir sem setjast í ráðherrastóla kalla inn varaþingmenn og víkja af þingi. Það er löngu tímabært að huga að því að ráðherrar sitji ekki jafnframt á alþingi okkar Íslendinga. Mín skoðun er sú að þegar maður fær skell þá notar maður hann til frekari uppbyggingar strax. Það þýðir ekkert að missa móðinn. Kannski verður þetta tap Framsóknar fyrsta skrefið í átt að nútímavæðingu í verkaskiptingu okkar æðstu ráðamanna? Það væri bara jákvætt. Framsóknarflokkurinn kann nefnilega að koma niður á fæturna.
Framhald núverandi stjórnarsamstarfs feigðarflan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Spurning hvernig það á að tvöfalda afl Framsóknar? Verður að gera þér grein fyrir að ráðherrarnir hefðu þá ekki atkvæðisrétt á þinginu!
Svo er spurning, hver á að borga aukinn kostnað af þessu. Ætla Framsóknarmenn að borga úr eigin vasa eða á að velta þessu á skattgreiðendur í þágu eins flokks?
Kristján H Theódórsson, 15.5.2007 kl. 15:06
Það verður seint logið uppá Framsókn, að láta sér detta í hug að velja til ráðherrdóms fólk sem kjósendur hafa hafnað.
Framsókarflokkurinn snýst ekki um neitt annað en völd, og útdeilingu atvinnu og bitlinga til vina og velunnara. Kokgleypir hvað sem er bara til að halda í völd.,mynnir mig alltaf á Marhnút. Framókn ehf.,
haraldurhar, 15.5.2007 kl. 15:07
Ráðherrar yrðu að haga störfum sínum í samræmi við vilja sinna þingmanna. Ekkert að því.
Vilborg Traustadóttir, 15.5.2007 kl. 15:48
Það mætti ekki líðast að fólk sem hefur verið svo bersýnilega hafnað í kosningum sæti áfram í ráðherrastól!!! Ég held að öll kurl séu ekki komin til grafar og Framsókn, ekki sjálfstæðisflokkurinn, komi til með að eiga síðasta orðið. Svona veikur meirihluti getur varla starfað, þar sem einstaka þingmenn geta ef þeir vilja haldið stjórninni í gíslingu. Hvað gæti Árni t.d. ekki gert ef ekki verða gerð göng til Eyja? Hann gæti gengið úr flokknum og fellt stjórnina. Þetta gætu allir þingmenn stjórnarinnar gert í þágu síns kjördæmis!
Örn Arnarson, 15.5.2007 kl. 16:25
Nú þá koma bara göng til Eyja. Er nokkuð að því? Annars kemur þetta í ljós á næstunni og ? hvort Frjálslyndir hoppa upp í á ferð?
Vilborg Traustadóttir, 15.5.2007 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.