Stjórnin heldur - Til hamingju

Glæsilegur árangur Sjálfstæðisflokks gerir það að verkum að Ríkisstjórnin heldur velli.  Það verður spennandi að sjá framhaldið.  Nú hefjast viðræður sem Geir H. Haarde mun hafa frumkvæðið að.  Það er mjög jákvætt og ég veit að honum  tekst vel upp í því.  Hver niðurstaðan í þeim umræðum öllum verður kemur væntanlega fljótlega í ljós.  Áframhaldandi sterk stefna Sjálfstæðisflokksins sem hefur í góðu samstarfi við Framsóknarflokk fært okkur þau líffskilyrði sem við búum við í dag verður áfram höfð að leiðarljósi fyrir okkur íslendinga.  Nú er bara að hella sér í verkefni tengd velferðarkerfinu, öldruðum og öryrkjum.  Ásamt öllum hinum verkefnunum sem ég veit að bíða úrlausnar og verða leyst undir markvissri stjórn Sjálfstæðisflokks.   Verkefni sem nú er möguleiki á að vinna í af skynsemi, þar sem grunnurinn hefur verið lagður með styrkri efnahagsstjórnun.  Þú byrjar nefnilega ekki á því útdeila peningum og spyrð svo hvar þú eigir að fá þá?  Þú vinnur þér fyrst inn peninga og síðan getur þú farið að útdeila.   Þetta er einfalt reikningsdæmi sem allir skilja.  Ég lít björtum augum til framtíðar. 
Til hamingju Ísland!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já er sammála því, nú er uppskerutíminn kominn 

Herdís Sigurjónsdóttir, 13.5.2007 kl. 12:26

2 Smámynd: Örn Arnarson

Til hamingju???  Það á eftir að koma í ljós.  Ég er allavega búinn að afrita stefnuskrá flokksins og ætla að fara yfir stöðuna eftir 4 ár.  Það verður áhugavert að fylgjast með því hvort vinstri-stefna Sjálfstæðismanna sem þeir kynntu síðustu daga komist til framkvæmda.  Velferðarríkið Ísland verður aftur til???!!!!

Örn Arnarson, 13.5.2007 kl. 15:14

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það að vera "góður við greynin" er pólitík sem er ekki mér að skapi.  Engin reisn yfir því.  Þá er frelsi einstaklingsins lítils virði. Öddi gott að þú ert sloppin út af talningastað Norð-vestur.  Sigmundur Ernir sagði þetta hafa gengið svo hægt vegna þess að talningamönnum líkaði ekki niðurstaðan. Þá varð nú frænku þinni hugsað til þín.Ekki það að ég trúi Sigmundi.  Emil!  Einbýlishús í Fuglafirði í Færeyjum kostar um 12 milljónir Ísl.kr.

Vilborg Traustadóttir, 13.5.2007 kl. 16:41

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég læt heilsukoddann duga handa þér að sinni.

Vilborg Traustadóttir, 13.5.2007 kl. 21:44

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Karma.  Ég er sjálf 75% öryrki og ég nenni ekki að ásaka einn eða neinn fyrir það.  Það er ekki Ríkisstjórninni að kenna það eitt er víst.  Þegar ég flutti suður til Reykjavíkur fékk ég góða þjónustu hjá borginni , þrif í fjóra klst vikilega. Eftir að R-listinn tók við versnaði þjónustan til muna.   Þannig að ég gafst upp á að fá hana fyrir rest.  Nú vona ég að Sjálfstæðisflokkurinn taki mynduglea á málefnum öryrkja.  Nú er  innistæða fyrir því.  Þökk sé góðu stjórnarstarfi undanfarin 16. ár.

Vilborg Traustadóttir, 14.5.2007 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband