1.maí

Skruppum austur fyrir fjall í dag.  Ég og Geir.  Fórum í sumarbústað hjá tengdó.  Það var virkilega gaman að fara í smá bíltúr og fá kaffi og með því hjá þeim.  Þau komu svo með okkur í bæinn.  Það var þoka á Hellisheiðinni og dimmt.  Rigndi mildri rigningu fyrir austan og litirnir á móunum mjög fallegir.  Skemmtileg vorlykt í lofti.   Allt að byrja að lifna á ný af vetrardvala.  Hlakka til vorsins og sumarsins.  Vorið heldur innreið sína og  lofar góðu um framhaldið með mildum 1. maí.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G Antonia

Það var bara skí... rok á Suðurnesjum þann 1 mai.  maður hefði betur farið rúnt í Eden þann dag  fengið ís og skoðað málverkasýningu (er það ekki alltaf þar!!) long time no see!....
En í dag er þetta að koma, sólin að brjótast gegnum skýin og blása vindinn burt!
sumar-kveðja

G Antonia, 2.5.2007 kl. 15:20

2 Smámynd: Agný

það er allavega ekki vorlegt að horfa í Hafnarfjallið núna....það er hvítt alveg efst...þannig að vetur konungur er ekki alveg tilbúinn að sleppa takinu...

Kæmi mér svo sem ekki á óvart að það kæmi hið fræga hv´tasunnuhret líka.. Knús til þín vinkona

Agný, 3.5.2007 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband