Karlakór í kvöld

Skellti mér með pabba á karlakórstónleika í kvöld.  Karlakór Reykjavíkur í Langholtskirkju klukkan átta.  Það var virkilega gaman og mikill kraftur í kórnum.  Lagavalið fjölbreytt aðallega íslenskt fyrir hlé en sungið m.a. á færeysku eftir hlé.  Það var skemmtileg tilbreyting að heyra færeysku hljóma af munni 70 karla. Held alla vega að þeir hafi verið um 70 en ég beytti fuglatalningaaðferðinni á þá og niðurstaðan var 68 með skekkjumörk + eða - 2.  Við pabbi skemmtum okkur vel og vorum sammála um að kvöldinu var vel varið. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Já frábær tilbreyting, ég fór ekki svo alls fyrir löngu með mömmu að hlusta á Fóstbræður og Diddú.

Ester Sveinbjarnardóttir, 26.4.2007 kl. 00:01

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já,,, eru 70 manns í kórnum? ekki er annað hægt en að segja að það sé góður kór.

Hvað stóðu tónleikarnir lengi Vilborg?

Sigfús Sigurþórsson., 26.4.2007 kl. 23:39

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Tónleikarnir stóðu til klukkan 21.30 , góð skemmtun að hlusta á þessa kappa.

Vilborg Traustadóttir, 26.4.2007 kl. 23:50

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Trú því Vilborg.

Sigfús Sigurþórsson., 28.4.2007 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband