Í næstu andrá

 

Í næstu andrá

nærð þú mér.

 

Nú er tíminn

knappur

nú er ekki

tími til að

kasta mæðinni.

 

Ég hef hlaupið

gegn um dagana,

vikurnar,

mánuðina

og árin.

 

Haupið af mér

hornin

og þig.

 

Í næstu andrá

nærð þú mérWinter

nakinni sál

í næpuhvítum

líkama.

 

Nakinni sál

náhvítri

af ótta

við þig.

 

 

                Vilborg Traustadóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

yndislegt

Ester Sveinbjarnardóttir, 13.4.2007 kl. 00:16

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hér er bara allt blátt vilborg. 

Sigfús Sigurþórsson., 13.4.2007 kl. 07:41

3 Smámynd: Agný

Rosalega ertu orðin dugleg vinkona bæði við að mála og yrkja Það hefur sko greinilega opnað fyrir listamanninn í þér að fara í svona hreinsun í Póllandi.Ég held minni listagyðju veitti ekki af því að komast út.....veit allavega hvað þarf til núna Knús til þín og takk fyrir þetta fallega ljóð.

Agný, 13.4.2007 kl. 09:51

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Takk fyrir. Já Sigfús ætli "bláa höndin" sé hér að verki?

Vilborg Traustadóttir, 13.4.2007 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband