Vefurinn hennar Karlottu - tíu vasaklúta mynd

  Við fjölmenntum á “Vefinn hennar Karlottu” á sunnudaginn.  Fórum 12 saman.  Vorum á aldrinum eins árs til 55 ára.  Allir skemmtu sér vel.  Myndin byggir á vináttu milli ólíkra dýrategunda og hvað sú vinátta orsakaði mikla samheldni.  Vináttan er strekt afl og gerir lífið þess virði að lifa því og dauðann þess virði að deyja.  Með gott ævistarf að baki og hafandi verið góð manneskja öðrum til fyrirmyndar.  Vinur vina sinna.  Mis mikið þurfti til að sum dýrin gerðust göfuglynd.  Spila þurfti á græðgi sumra áður en þau tóku þátt í því að bjarga sumargrísinum frá reykkofanum.  Boðskapurinn var sem sagt góður og gríni blandað inn í.  Þetta var svona tíu vasaklúta mynd á mælikvarða okkar Sollu systir.  Það var svooooo sorglegt þegar Karlotta kónguló dó..... Ekki orð um það meir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband