sun. 2.1.2011
Jólin - árið og allt það!
Jólin hafa verið okkur ljúf og góð. Besta jólagjöfin var sú að fjölskyldan gat verið saman á Aðfangadag og Jóladag.
Milli jóla og nýárs flaug ég norður í land og fór um fjögur jarðgöng tvisvar sinnum. Ég fór á jarðarför á Siglufirði þann 30. janúar.
Ég var þó mætt til að ausa yfir kalkúninn á gamlársdag. Við áttum skemmtilegt gamlárskvöld með börnum, barnabörnum og tengdaforeldrum.
Nýársdagur var letidagur hjá mér ég rétt brá mér í sparifötin á meðan við snæddum það sem eftir var af kalkúninum með þeim úr fjölskyldunni sem sáu sér fært að mæta.
Gleðilegt ár.

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.