Er besti flokkurinn bestur?

Reykvíkingar hafa kosið.  Þeir kusu Besta Flokkinn og þeir kusu Sjálfstæðisflokkinn.  Aðrir flokkar fengu ærlega á baukinn.

Hvað gerir Besti Flokkurinn?  Hann snýr sér beint til Samfylkingar (lesist samspillingar) um samstarf.

Hvernig væri nú að grínarinn Jón Gnarr (Gunnar) tæki skilaboð kjósenda alvarlega og myndaði allra flokka stjórn í Reykjavík.  Sendi þannig skilaboð að hann væri verðugur traustsins.  Hann gæti í ljósi skoðanakannana, sem sýna  að flestir Reykvíkingar vilja Hönnu Birnu sem borgarstjóra ráðið hana í starfið þar sem henni virðist einkar lagið að kalla fram samstöðu um nálgun á þau mál sem skiptar skoðanir eru um í borginni.

Jón Gnarr yrði fínn forseti borgarstjórnar og má hreinlega ekki eyðileggja sjálfan sig sem listamann á þessu brölti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Hrönn Elíasdóttir

Hjartanlega sammála. Annars held ég að þriðji maður í Besta flokknum stýri viðræðum, Proppé heitir hann er það ekki?  Hanna Birna ætti tvímælalaust að vera áfram borgarstjóri, hún er sá einstaklingur sem hefur náð að breyta pólitísku þrasi borgarfulltrúa í uppbyggjandi vinnu burt séð frá því hvar í flokki þeir hafa staðið.  Annars hef ég verið að hugsa að ef niðurstaðan verður sú að XD verði sett í "minni hluta" í borgarstjórn, þá væri Hanna Birna, þrátt fyrir ungan aldur, það forsetaefni sem þjóðin gæti sameinast um og verið stolt af. Ég efast ekki eitt andartak að hún sé sú manneskja sem gæti verið sameiningartákn okkar landsmanna.

Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 1.6.2010 kl. 00:39

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já við höfum einmitt verið að ræða það fram og aftur stöllurnar hér í Póllandi þetta með forsetaefnið. Það eina sem skyggir á það er að missa hana úr pólitíkinni þar sem kröfurnar eru orðnar samvinnustjórnmál en ekki þessi hanaslagur sem því miður, Besti flokkurinn virðist ætla að endurvekja og viðhalda.

Vilborg Traustadóttir, 1.6.2010 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband