lau. 8.5.2010
Ég ætlaði ekkert að blogga um þetta en.......
.........meðvirknin í samfélaginu er hreinlega yfirgengileg. Hér liggur samfélagið á hliðinni eftir yfirreið einstakra manna sem tókst að ná höndum yfir innistæður og lífeyrissjóði landsmanna.
Þeir reiknuðu sér milljónir á milljónir ofan í laun og reiknuðu það m.a. út frá því hve ábyrgð þeirra væri mikil.
Hvar var sú ábyrgð þegar á reyndi?
Þeir tóku út milljarða á milljarða ofan í arð vegna þess m.a. hve vel þeim tókst að auka verðmæti bréfa í bönkunum.
Hvert var það verðmæti þegar upp var staðið?
Nú stendur samfélagið í þeim sporum að vorkenna þessum mönnum fyrir það að þurfa að svara til saka. Samanber grein eftir Jakob Frímann Magnússon í Fréttablaðinu í dag. Hvar hefur sá ágæti maður alið manninn undanfarið? Að draga þjóðargjaldþrot upp sem annað Hafskipsmál, Jóns Ólafssonarmál eða Baugsmál er í hæsta máta óviðeigandi. Veit Jakob Frímann ekki að sérstakur saksóknari nýtur virðingar og trausts sem yfirvegaður og stefnufastur maður. Við erum þar að auki í samvinnu við aðrar þjóðir m.a. Breta í þessu máli.
Ég gleðst ekki (ólíkt forsætisráðherra) yfir óförum annarra, þvert á móti tekur mig sárt að sjá þegar menn missa flugið.
Ég (ólíkt fjármálaráðherra) lít ekki á þessar aðgerðir sem friðþægingaraðgerðir til að sefa mestu reiðina í samfélaginu.
Það er sárt að hugsa til þjáninga fjölskyldna þeirra manna sem nú eiga yfir höfði sér refsingu. En það eru fleiri fjölskyldur í landinu. Fjölskyldur sem eru að missa allt. Sem hafa misst allt. Sjá ekki fram á að geta framfleytt sér og sínum.
Fólk sem missir móðinn og gefst hreinlega upp. Það er sárara en tárum taki.
Nei Jakob Frímann það eru þrátt fyrir allt lög í landinu. Lög sem ber að virða. Það er engin afsökun þó mönnum hafi tekist að sveigja framhjá þeim og/eða brjóta þau í lengri eða skemmri tíma.
Nú er komið nóg.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:58 | Facebook
Athugasemdir
Vissulega voru Útrásarvíkingarnir skelfilegir, en af hverju er alltaf litið fram hjá hofundum allrar þessarar vitleysu, þeir þ.e. Davíð Oddson og meðreiðar maður hans Halldór Ásgrímsson, standa enn keykir og neyta allri ábyrgði. En þeir er sekastir allra, vegna hrunsins, það voru þeir sem gerðu þetta allt mögulegt. Þeir nýttu sér tækifærið sem þeim bauðst, í öllu "frelsinu" og edtirlits leysinu til að gera þessa hluti. Það er og verður alltaf til fólk sem notar sér aðstæður. þegar þær bjóðast.
Guðmundur Ingólfsson (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.