Gegnsæi í stjórnsýslu

Þegar Vinstri Grænir voru í kosningabaráttu boðuðu þeir aukið gegnsæi í stjórnsýslunni.  

Samfylkingin fór einnig mikinn í þeirri umræðu, einkum forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir.

Fólkið í landinu treysti því að svo yrði og veitti þeim brautargengi til að koma á umbótum í stjórnsýslunni allri sem myndi grundvallast af gegnsæi og heiðarleika.

Nú hafa fjölmiðlar farið fram á afrit af samtölum forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra við breska og hollenska ráðamenn o.fl. vegna Icesave deilunnar eftir að forsetinn synjaði þeim lögum staðfestingar.

Það eina sem þarf til að fólkið í landinu sem kaus þau vegna m.a. loforða um algert gegnsæi fái að vita hvað fór þeirra í milli er samþykki ráðherranna.

Þeir sögðu NEI.

Er þetta gegnsæi í stjórnsýslu?

Þetta vekur upp spurningar um hvaða orð fóru á milli ráðamanna sem fólkið í landinu má ekki vita? 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband