"Hvers vegna var Icesave tekið úr sáttaferlinu?"

Athyglisverð grein eftir Eirík Bergman, stjórnmálafræðing í Fréttablaðinu í dag.  Hann furðar sig á þeirri ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar að taka málefni Icesave úr sáttafarvegi innan Evrópusambandsins með Brussel viðmiðunum svokölluðu, sem kváðu m.a. á um þverþjóðlega aðkomu fleiri Evrópuríkja að lausn málsins og taka þess í stað upp tvíhliða samninga við Breta og Hollendinga.  

Þessi sáttafarvegur gekk út á að leysa málið með aðkomu allra þjóða Evrópusambandsins enda snýst það um sameiginlegar reglur á Evrópska efnahagssvæðinu.

Ég tek undir þetta sjónarmið og skil ekki hvernig hægt var að splundra þessum farvegi í loft upp og setja Svavar Gestsson þess í stað í að leysa málið, nánast upp á eigin spýtur!

Hvet alla til að lesa þessa grein.  

Hún er á blaðsíðu 16.  Umræðan/Icesave


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband