Færsluflokkur: Sjónvarp
mið. 4.2.2009
Glens á okkar kostnað
Það er svona að vera frægur.
Við verðum að þola það eins og annað.
(Ég tk það fram að ég hef ekki slett skyri á þinghúsið eða hent í það eggjum. Þeir sletta skyrirnu sem eiga það!)
Ættingjar mínir í Bandaríkjunum hafa fylgst vel með málum hér og reyna að koma auga á mig á myndum í sjónvarpi frá mótmælunum á Austurvelli.
Þau hafa áhyggjur af því að við séum svöng?
Ég segi að við séum ekki svöng en við séum reið!
Ef við værum svöng myndum við varla henda skyrinu í Alþingishúsið?
Eða eggjunum?
Við myndum borða það.
Gerir óspart grín að Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mán. 1.12.2008
Mannamál, þokkahjúin Þorvaldur og Dísa
Þorvaldur Gylfason og Bryndís Schram voru viðmælendur Sigmundar Ernis í Mannamáli í gærkvöld.
Sitt í hvoru lagi.
Það minnir mig á að á Ströndunum var gjarnan haft á orði "þokkahjúin Þorvaldur og Dísa"!
Ég ætla að rifja upp samhengið ...
Meira seinna...
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 30.11.2008
Silfrið
Það var gott að horfa á Silfur Egils í dag og vera sammála þeim gagnrýnisröddum og mati á stöðunni sem þar komu fram.
Góður þáttur.
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4440908
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
mán. 24.11.2008
Norskur skógarköttur
Ég fylgdist með borgarafundinum í sjónvarpinu. Ég held að það hafi verið gott fyrir ríkisstjórnina að stíga út úr fílabeinsturninum og komast í beint samband við fólið í landinu.
Þann hluta ríkisstjórnarinnar sem mætti.
Ég hefði þó viljað að fundurinn tæki fastar á afsögnum þeirra sem bera ábyrgð á eftirliti og fjármálahneykslinu í heild sinni.
Lágmark að fjármálaeftirlitið, Seðlabankastjórnin, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra segi af sér og þótt fyrr hefði verið.
Ef þeir ekki gera það þá teygir krafan um afsögn sig ofar og til þeirra sem bera ábyrgð á þeim.
Ég er alltaf að segja þetta.
--
Margrét Pétursdóttir verkakona var ansi skelegg og tók líkingu um hroka Davíðs Oddssonar að hann hefði ekki svarað fréttamanni í sjónvarpsviðtali nýverið heldur beygt sig niður og strokið þess í stað norskum skógarketti sem strauk sér við fætur hans. En svo væri annar norskur skógarköttur sem sæti í fanginu á honum og malaði sagði hún og horfði á Geir H. Haarde!
Bankaleyndina burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
þri. 11.11.2008
Um hvað var tölvupósturinn?
Ég verð að segja það og viðurkenna að ég er orðin meira en lítið forvitin um hvaða upplýsingar Bjarni ætlaði að láta "leka út" um Valgerði?
Hvers vegna liggja fjölmiðlar á því eins og ormar á gulli?
Ja, þetta eru auðvitað rikisfjölmiðlar og hinir í eigu eins manns........
Hvað veit ég svo sem.....?
Fékk aðeins í magann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fim. 23.10.2008
Geir H. Haarde jarðaði Sjálfstæðisflokkinn í Kastljósinu í kvöld
Ég var að mála með myndlistarhópnum Litagleði sem ég er í í kvöld. Þess vegna horfði ég ekki á Kastljós fyrr en í endursýningunni.
Það var sorglegt að hlusta á þann annars mæta mann Geir H. Haarde hreinlega jarða Sjálfstæðisflokkinn með því að segjast EKKI ætla að skipta um áhöfn í Seðlabanka Íslands.
Eða kannski var það gleðilegt?
Þegar á allt er litið er það undir stjórn Geirs H. Haarde sem Íslendingar sigla nú inn í kröppustu kjör í manna minnum.
Það er hans valdatíð sem prófessor Robert Z. Aliber við Chicago háskóla gefur falleinkunn og segir að síðustu 2-3 ár hafi fífl stjórnað landinu.
Ég mun ekki kjósa Sjálfstæðisflokk sem ekki tekur til á þeim stöðum sem augljóst er hverju mannsbarni að hafa brugðist.
Aldrei!
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mán. 20.10.2008
Kompás
Hvet þá sem sáu ekki þáttinn til að horfa á hann.
http://visir.is/section/FRETTIR04
Það er sjokkerandi að Seðlabankinn og Stjórnvöld hafi hundsað skilyrði annarra seðlabanka sem leitað var til fyrr á árinu um lán til Íslenska Seðlabankans. Þau skilyrði voru að Íslendingar leituðu til alþjóða Gjaldeyrissjóðsins um aðstoð áður en þeir myndu lána okkur.
Hefði Seðlabankinn Íslenski farið eftir því þá væri Ísland ekki á barmi gjaldþrots nú.
--
Seðlabankinn og stjórnvöld voru of drambsöm til að leita sér hjálpar.
Nú sannast það á okkur og það er sárt að viðurkenna það en "dramb er falli næst".
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 19.10.2008
Páll Óskar í uppáhaldi
Það var skemmtilegur þátturinn Gott kvöld hjá Ragnhildi Steinunni í kvöld.
Hún tók á móti Páli Óskari sem lék við hvern sinn fingur að vanda. Það er upplífgandi að fá svo jákvæðan karakter á flatskjáinn hjá sér á þessum síðustu tímum. Ég ætla ekki að segja verstu því maður verður að sjá tækifærin mitt í erfiðleikunum.
Sonarsynir mínir dýrka Pál Óskar. Sérstaklega einn þeirra. Ég og eldri bróðir hans keyptum handa honum diskinn "Allt fyrir ástina" í vetur og þeir spila hann oft bræðurnir. Eigum reyndar alltaf eftir að fá hann áritaðan en við vonum með það planlagt. Sá eldri gistir hjá okkur í nótt og við horfðum saman á þáttinn og höfðum mjög gaman af.
Páll Óskar er auðvitað löngu orðinn þjóðareign og hann hefur svo sannarlega húmorinn íi lagi. Alltaf gaman að sjá þegar fólk þorir að fara eigin leiðir og gera pínulítið grín!
Takk fyrir okkur.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fim. 24.1.2008
Til hamingju Ólafur og til hamingju RÚV
Ég óska Ólafi F. Magnússyni innilega til hamingju með borgarstjóraembættið. Það var hávær skipulagður hópur ungliða sem reyndi að skyggja á borgarstjórnarskiptin. Það tókst ekki því Ríkissjónvarpið sýndi og ræddi við hinn þögla hóp sem mættur var í þeim tilgangi að hlusta og samgleðjast.
Það virðist vera nýmæli hjá fjölmiðli að gera það. Þegar háværir uppreisnarseggir eiga í hlut fá þeir allt of mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Á kostnað hinna. Til hamingju RÚV þið eruð á réttir leið í fréttaflutningi.
Ólafur hyggst láta verkin tala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mið. 23.1.2008
Hún var með hjarta og ég var í því
Horfði á góðan þátt á Ríkissjónvarpinu um gosið í Vestmannaeyjum áðan. Í dag eru einmitt 35 ár síðan það hófst. Eftirminnilegast og fallegast í þættinum sem var þó allur fínn var viðtal við unga skólakrakka í Hamarsskóla í Eyjum. Þar var m.a. rætt við ungan dreng og hann spurður hvar hann hefði verið þegar gosið var? Hann sagðist hafa verið í maganum á henni mömmu, En var hún ekki barn þá sagði þá spyrillinn. Jú svaraði strákurinn en hún var með hjarta og ég var í því.
Ég fann tárin spretta fram og hugsaði um þetta yndislega svar.
Sterkara en nokkuð svar sem ég hef heyrt um ævina. Svar sem segir mér meira en margt annað. Svar sem fær mann til að hugsa. Það er engin tilviljun hvar við fæðumst og hver við erum.
Ég mun geyma þetta svar drengsins með mér og ylja mér við það um ókomin ár.
Ég er enn með tárin í augunum og mér finnst það gott!
Takk fyrir mig.
Sjónvarp | Breytt 25.1.2008 kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)