Færsluflokkur: Umhverfismál

Næsta mál - hrun fiskistofnanna?

Þeir sem hafa gaman af því að mála skrattann á vegginn (eins og ég) gætu lagt þetta út á versta veg.

Það er alvarlegt mál hvernig síldarvertíðin er hrunin að mestu leiti vegna sýkingar og ekki lagast það ef fleiri fiskistofnar fá sömu útreið.

Hvað er það í umhverfinu sem veldur?

Er þetta sama ástæða og varð til þess að síldin hvarf á sínum tíma?

Er þetta hlýnun sjávar?

Er þetta mengun?

Við höfum enga þörf fyrir frekari skakkaföll hér á Íslandi.

Vonandi breiðist þessi sýking ekki frekar út og hættir að herja á fiskistofnana okkar.

Það verður að rannsaka þetta eftir föngum og freista þess að komast að ástæðunni og sporna við eins og hægt er.

Sumir vilja meina að það eigi að veiða linnulaust í bræðslu þar sem síldin drepst hvort eð er. 

 

 


mbl.is Ýsa greindist með sömu sýki og síld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðurport

 

Það er furðulegt hve fjölmiðlar eru fastir í neikvæðni.  Ég er búin að senda ósk um umfjöllun á alla fjölmiðla vegna opnunar markaðarins Norðurport á Akureyri.  Enginn þeirra hefur svarað eða sýnt áhuga á málefninu.

Tildrög þess að markaðurinn, sem er hugsaður sem eins konar Kolaport norðursins, varð til eru þau að bankastarfsmanni var sagt upp hjá Landsbankanum á Akureyri eftir 27 ára starf fyrir bankann.

Í stað þess að leggja árar í bát ákvað þessi kona sem er systir mín og heitir Margrét Traustadóttir, að opna markaðinn.  Mikil ásókn er í sölubása og því augljóst að þörf á þessari starfsemi er mikil.

Sannarlega umhverfisvænt uppátæki þar sem endurnýting er meðal þess sem starfsemin gengur út á þó auðvitað sé þarna boðið upp á ýmislegt nýtt af nálinni eins og heimaunnið handverk og margt fleira. 

Akureyrarbær leigir Norðurporti húsnæðið sem er að Dalsbraut 1. á Akureyri ( rétt við Glerártorg).

Hér er slóðin á Norðurport... 

http://nordurport.is/

  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband