Næsta mál - hrun fiskistofnanna?

Þeir sem hafa gaman af því að mála skrattann á vegginn (eins og ég) gætu lagt þetta út á versta veg.

Það er alvarlegt mál hvernig síldarvertíðin er hrunin að mestu leiti vegna sýkingar og ekki lagast það ef fleiri fiskistofnar fá sömu útreið.

Hvað er það í umhverfinu sem veldur?

Er þetta sama ástæða og varð til þess að síldin hvarf á sínum tíma?

Er þetta hlýnun sjávar?

Er þetta mengun?

Við höfum enga þörf fyrir frekari skakkaföll hér á Íslandi.

Vonandi breiðist þessi sýking ekki frekar út og hættir að herja á fiskistofnana okkar.

Það verður að rannsaka þetta eftir föngum og freista þess að komast að ástæðunni og sporna við eins og hægt er.

Sumir vilja meina að það eigi að veiða linnulaust í bræðslu þar sem síldin drepst hvort eð er. 

 

 


mbl.is Ýsa greindist með sömu sýki og síld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Vilborg.

Ég persónulega hef verið að velta þessu fyrir mér og ætla að blogga um það fljólega . En endilega haltu þessu á lofti. Kveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 15:42

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Ætlar ólánið að elta okkur á alla kanta ?

Hulda Margrét Traustadóttir, 9.12.2008 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband