Færsluflokkur: Dægurmál

Þekking og reynsla

Menn geta dottið án þess að þekkja þyngdarlögmálið.

 

Tómas Guðmundsson 

 

--

 

Þetta spakmæli Tómasar á vel við í því frjálsa falli sem varð hér á landi í bankahneykslinu okkar.

Við verðum að standa upp aftur en ég er hrædd um að við getum illa fótað okkur fyrr en búið er að losa "líkin úr lestinni"..... Sick

Eigið góðar stundir.  InLove 


STJÖRNUSPÁ


SteingeitSteingeit: Settu það í forgang að verða öðrum að liði því það gefur sjálfum þér mest. Búðu þig undir að til þín verði leitað varðandi önnur störf.
 
--
 
Það er oft gaman að lesa stjörnuspána sína þó svo að ég geri það nú ekki reglulega.
Stundum á eitthvað við og stundum finnst manni að svo sé ekki. 
 

STJÖRNUSPÁ


SteingeitSteingeit: Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Nú er lag að leysa gamlan ágreining.
--
Ég er ekki allsendis óvön því að segja hluti sem öðrum líkar miður eða jafnvel alls ekki.  Ég segi það samt.
 
Ákveðið og beinskeitt en kurteisislega! Wink  
 
Njótið lífsins á nýju ári! Kissing

STJÖRNUSPÁ


SteingeitSteingeit: Ef þú þjálfar þig í því sem þú gerir vel, verður veröldin betri staður. Þú þarft að hafa gætur á óþolinmæðinni og finna þér eitthvað smálegt til dundurs.
--
Ég hef ekki mikinn tíma fyrir bloggið núna en það er alltaf gaman að kíkja á störnuspána.
Eigið góðar stundir í jólastússinu.  Smile 

STJÖRNUSPÁ


SteingeitSteingeit: Þú færð einhverjar meiriháttar fréttir sem lyfta þér upp í hæðir. Eins og tileinka hjarta þitt einni manneskju.
--
Alltaf gaman að kíkja á stjörnuspána!
Hlakka til dagsins ef þetta reynist rétt!
Alltaf gaman að fá góðar fréttir.
Meiriháttar fréttir. 

Framsóknarmenn hafa enga útgeislun

Ég þurfti að fara í Griffil í dag.  Þegar við mamma skundum að dyrunum stendur þar maður utan við rafdrifna hurðina sem opnaðist ekki fyrir honum. 

"Hva er lokað hér líka"? sagði ég komandi úr BT.

Maðurinn kvað nei við.

"Ekki ertu framsóknarmaður" spurði ég?

Mamma "hneggjaði" kurteisislega á bak við mig. 

Maðurinn leit undrandi á mig og spurði á móti "hvernig vissir þú það"?

Mamma "hneggjaði" aftur. 

"Engin útgeislun" svaraði ég og bætti við "svona rafdrifnar hurðir opnast þar af leiðandi ekki fyrir framsóknarmönnum".  (Ég held hann hafi ekki heyrt þetta með engin útgeislun).

Ég gekk síðnan að hurðinni sem opnaðist viðstöðulaust.

"Fyrir hvað á ég að vorkenna þér"? spurði maðurinn þá og átti sennilega við fyrir í hvaða flokki ég væri öðrum en Framsóknarflokknum.

"Ekki fyrir nokkurn skapaðan hlut" svaraði ég að bragði, "þú sérð það að allar dyr standa mér opnar"!!

Mamma "hneggjaði" ánægjulega. 

Á leiðinni inn í búðina útskýrði ég fyrir honum söguna á bak við kenningu mína en þannig er að framsóknarmaður nokkur, mjög mætur, vann með manninum mínum.  Í fyrirtækinu var rafdrifin hurð sem opnaðist aldrei fyrir honum en opnaðist þó fyrir öllum öðrum.

Gárungarnir á vinnustaðnum voru fljótir að láta hann heyra það að þetta væri vegna þess að það væri engin útgeislun frá framsóknarmönnum.

Ég áréttaði þó ekki þetta með enga útgeislun svona til að fyrirbyggja móðgels af hálfu þessa stórmyndarlega manns.

Þegar við höfðum lokið erindi okkar hafði ég misst sjónar á framsóknarmanninum svo ég bauð honum ekki að fljóta með okkur mömmu út fyrir þröskuldinn.  Blush

 

 

 

 


Aðventan í kreppu

Í dag eru tvær vikur til jóla.

Ég er ekki búin að skrifa á jólakortin þó ég hafi búið sex kort til í gær á jólaföndurkvöldi hjá bróður mínum og konu hans.

Í fyrra var ég bún að senda þau öll um þetta leyti. 

Ég er ekki búin að kaupa jólagjafirnar.

Í fyrra var ég búin að pakka þeim öllum inn 10. desember.

Ég er ekkert búin að baka annað en flatkökurnar til jólanna núna.

Í fyrra var ég í gírnum að baka smákökur um þetta leyti.

Ég fékk barnabörn í heimsókn um helgina, þess vegna er ég búin að skreyta núna og er heldur fyrr búin að því en í fyrra.

Ég finn að ég er öll afslappaðri í ár og það liggur ekki eins mikið á og stundum áður.  Það er allt í lagi þó það verði ekki allt fullkomið um jólin enda aðalatriðið að láta sér líða vel og reyna að stuðla að því að fjölskyldunni líði vel líka.

Eins og maður reynir reyndar allan ársins hring.Joyful

 

 


Jólasveinar til alls vísir.....

Ég ætla rétt að vona að maðurinn sleppi þessu með að fá sér haglabyssu til að þrusa á gervijólasvein.

Þegar það er haft í huga hve margir jólasveinar fyrirfinnast í Íslensku stjórnkerfi gæti það reynst hættulegt fordæmi.

Í guðanna bænum elskið friðinn og umfram allt ræðið saman.

Kannski væri hægt að fá umræddan jólasvein til að hvíla sig yfir blánóttina!

Það er meira en hægt er að ætlast til að þeim jólasveinum sem stjórna landinu. 


mbl.is Jólasveinar valda deilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STJÖRNUSPÁ


SteingeitSteingeit: Vertu ekki niðurlútur þótt þér finnist þú einn á báti með skoðanir þínar. Peningamálin ættu sem sagt að komast í eðlilegt horf á næstunni.
--
Þá veit ég það. 

Hvað um jólakveðjurnar?

Hvað verður um jólakveðjurnar?

Spyr sá sem ekki veit!!!!

RUV fær greitt fyrir þær. 


mbl.is RÚV af auglýsingamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband