Færsluflokkur: Vísindi og fræði
mán. 15.6.2009
STJÖRNUSPÁ - HOROSCOPE
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 10.6.2009
STJÖRNUSPÁ-HOROSCOPE
fim. 29.1.2009
STJÖRNUSPÁ
Davíð, ég og Ingibjörg.....
fim. 22.1.2009
STJÖRNUSPÁ
mið. 21.1.2009
Lærðu og lifðu
Lærðu eins og þú munir lifa að eilífu. Lifðu eins og
þú munir deyja á morgun.
Mahatma Gandhi
fös. 16.1.2009
Dauðinn
Ég fletti upp nokkrum hugleiðingum um dauðann:
Hræddist ég fákur bleikur brá,
er beislislaus forðum gekkstu hjá.
Hljóður spurði ég hófspor þín:
Hvenær skyldi hann vitja mín?
Ólafur Jóhann Sigurðsson.
"Maður kveður að hausti¨
Einnig:
Ég óttast ekki dauðann. Ég vil bara ekki vera
viðstaddur þegar hann ber að höndum.
Woody Allen
Loks:
Þeim látnu skuldar maður aðeins sannleikann.
Voltaire
sun. 11.1.2009
Frelsi
Er ekki við hæfi að vitna í Lenín núna?
--
Á meðan ríkið stendur verður ekkert frelsi.
Þegar frelsi verður á komið verður ekkert ríki.
Lenín
þri. 11.11.2008
STJÖRNUSPÁ
fim. 30.10.2008
Nýtt lyf við MS
NÝTT MS-LYF GÆTI LAGAÐ TAUGASKEMMDIR
Uppfærð 24.10. - Brezkir læknar hafa greint frá nýju tilraunalyfi gegn MS gæti sem geti læknað skemmdir sem sjúkdómurinn hefur valdið samkvæmt frétt á vef BBC. Þetta er í fyrsta skipti, sem lyf kemur fram, sem beinlínis dregur úr fötlun, sem multiple sclerosis hefur valdið, sagðiSky fréttastofan í miðnæturfréttum sínum og kvað hér vera um að ræða þýðingarmikla uppgötvun vegna meðferðar gegn MS. Lyfið er ætlað að lækna, en ekki að hægja á MS.
Grein um rannsóknina eftir vísindamenn Cambridge háskóla á Englandi birtist í hinu virta vísindariti New England Journal of Medicine. Vísindamennirnir leggja áherzlu á að rannsóknin, sem staðið hefur í 3 ár, sé engu að síður á frumstigi.
Lyfið, sem um ræðir, heitir alemtuzumab og virðist stöðva framgang sjúkdómsins í nýgreindum sjúklingum, sem fá MS köst, batnar, en fá svo ný köst, því sem mætti kalla hringrásareinkenni, sem reyndar er algengasta birtingarform MS. Vísindamennirnir sögðu, að niðurstöðurnar bentu þannig til þess, að alemtuzumab geti valdið því að skaddaður heilavefur geri við sig sjálfur.
Í frétt BBC er haft eftir vísindamönnum að nýja lyfið sem var upphaflega þróað til að vinna gegn hvítblæði gæti reynzt öflugt vopn gegn multiple sclerosis. Lyfið er látið renna í æð sjúklinga einu sinni á ári.
Vísindamennirnir vara við, að lyfið geti hugsanlega haft alvarlegar aukaverkanir. Á meðan á rannsókninni stóð lækkaði blóðflögutala 3% sjúklinganna, sem veldur því að þeim er hættara að fá slæmar blæðingar. Einn þátttakenda dó af völdum heilablæðingar (brain haemorrhage).
Í fréttum Sky sjónvarpsins í nótt var haft eftir vísindamönnunum, að nú séu sjúklingarnir undir góðu eftirliti og þeir telji auðvelt að hafa stjórn á vandanum.
Alemtuzumab lyfjagerð sem er þekkt sem mótefni var búið til á rannsóknarstofum Cambridge háskóla á áttunda áratugnum, og hefur um langa hríð verið notað við hvítblæði með því að drepa krabbasmitaðar hvítar blóðfrumur í ónæmiskerfi líkamans.
Rannsóknin sem hefur staðið í 3 ár með þátttöku 334 sjúklinga með versnunar-bötnunarform MS, sem ekki höfðu fengið meðferð, sýndi að lyfið fækkaði MS-köstum með 74% betra árangri en náðst hefur með hefðbundinni interferon-beta meðferð. Þá sýndu rannsóknir einnig að alemtuzumab minnkaði hættuna á uppsafnaðri fötlun um 71% samanborið við beta-interferon.
Einnig komu fram dæmi um sjúklinga sem hafa tekið þátt í rannsókninni í 3 ár, sem fóru að endurheimta líkamsgetu, sem talið var að væri með öllu glötuð. Þannig minnkaði fötlun sumra sjúklinganna frá því sem hún var í byrjan tilraunarinnar.
Brezka MS félagið segir kostina við nýju lyfjameðferðina vega fyllilega á móti áhættunni.
Dr. Lee Dunster, yfirmaður rannsókna hjá brezka MS félaginu segir í viðtali við Sky sjónvarpsstöðina: Að hafa lyf sem lækkar kastatíðni, minnkar áhættuna á framvindu sjúkdómsins og vindur ofan af fötlun verður mesta, einstaka framþróunin gegn MS köstum á frumstigi, sem fram hefur komið til þessa.
Forystumaður rannsóknarhópsins, Alastair Compston, prófessor, segir:
Alemtuzumab er það tilraunalyf sem gefur okkur besta von um árangursríka meðferð við multiple sclerosis og við gerum okkur góðar vonir um að þriðja fasa tilraunir (lokatilraun) eigi eftir að staðfesta, að lyfið geti bæði stöðvað framgang og kallað fram bata á því, sem áður var talið óafturkræft.
Nú fara fram frekari rannsóknir. Ef lyfið heldur áfram að lofa góðu er hugsanlegt að klínísk notkun þess gæti hafizt innan fjögurra ára.
Horfið á frétt SKY sjónvarpsstöðvarinnar um tilraunalyfið. -h
Af vef MS félagsins
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mið. 18.4.2007
Smá upprifjun á speki lífsins!
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)