Færsluflokkur: Vefurinn
lau. 20.12.2008
Fésbókin áhyggjuefni sálfræðinga
Ég heyrði um daginn í fréttunum að sálfræðingar hafa áhyggjur af auknum hjónaskilnuðum vegna fésbókarinnar (facebook).
Ég held að spjallrásir á netinu og bloggið hafi nú ekki síður rutt brautina fyrir framhjáhald á netinu sem þróast út í nánari kynni.
Moggabloggið hefur sannanlega komist upp milli hjóna.
Ég kýs að nefna engin nöfn en ég tel að allir sem hafa haft opin augun og fylgst með sumum hér á Moggablogginu þurfi ekkert að vera að leita að fordæmum á Fésbókinni.
Þegar einstaklingar eru á annað borð óheiðarlegir í því sem þeir eru að gera og leitandi geta þeir notfært sér hvaða miðil sem er.
M.a.s. gamla góða símann, sms og hvernig var með ástarbréfin á snail-mail?
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 14.11.2008
Námskeið í myndlist
Dúndur námskeið hófst í kvöld í myndlistarskóla Arnar Inga. Við Magga systir mættum gallvaskar og "tékkuðum okkur inn".
Við byrjuðum á spjalli og að kynnast hvert öðru. Sumir voru á námskeiðinu í fyrra. Við hófumst svo handa af krafti og máluðum að miklum móð.
Örn Ingi stjórnaði af röggsemi á sinn skemmtilega og skapandi hátt. Hópurinn er góður og samstilltur.
Blogga sennilega ekki fyrr en annað kvöld vegna anna.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
sun. 25.3.2007
Frelsi til framhjáhalds
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)