Færsluflokkur: Vefurinn

Fésbókin áhyggjuefni sálfræðinga

Ég heyrði um daginn í fréttunum að sálfræðingar hafa áhyggjur af auknum hjónaskilnuðum vegna fésbókarinnar (facebook).

Ég held að spjallrásir á netinu og bloggið hafi nú ekki síður rutt brautina fyrir framhjáhald á netinu sem þróast út í nánari kynni.

Moggabloggið hefur sannanlega komist upp milli hjóna.

Ég kýs að nefna engin nöfn en ég tel að allir sem hafa haft opin augun og fylgst með sumum hér á Moggablogginu þurfi ekkert að vera að leita að fordæmum á Fésbókinni.

Þegar einstaklingar eru á annað borð óheiðarlegir í því sem þeir eru að gera og leitandi geta þeir notfært sér hvaða miðil sem er.

M.a.s. gamla góða símann, sms og hvernig var með ástarbréfin á snail-mail? 


Námskeið í myndlist

Dúndur námskeið hófst í kvöld í myndlistarskóla Arnar Inga.  Við Magga systir mættum gallvaskar og "tékkuðum okkur inn".

Við byrjuðum á spjalli og að kynnast hvert öðru.  Sumir voru á námskeiðinu í fyrra.  Við hófumst svo handa af krafti og máluðum að miklum móð.

Örn Ingi stjórnaði af röggsemi á sinn skemmtilega og skapandi hátt. Hópurinn er góður og samstilltur.

Blogga sennilega ekki fyrr en annað kvöld vegna anna.Wink


Frelsi til framhjáhalds

"Nú er það svart maður- allt hvítt,"sagði bóndinn þegar hann leit til verðurs.  Ég opnaði bloggsíðu á blog central áður en ég kom hingað á "moggabloggið" en ég get einhvern vegin ekki slitið mig þaðan samt.  Var búin að planta þar myndum og svona svo þar eru ræturnar farnar að skjóta sér.  Þetta er dálítið eins og mislukklað hjónaband þar.  Búið að stofna heimili og alles en fara svo á stúfana út eftir ævintýrum.  Ævintýrin þau eru hér.  Eða hvað?  Jú aðens meiri umferð á síðuunni minni hér en þar sé ég. Umhverfið aðeins auðveldara í sniðum. Þá meina ég uppsetningin.  Fleiri sem ég þekki úr "raunheimum" o.s.frv.  Niðurstaða mín er sú að þetta "framhjáhald" er leyfilegt og það eykur bara á kryddið í tilverunni að hoppa á milli.  Burt með samviskubitið.  Við lifum á tímum frelsis.  Hvaða bókaforlag hefði getað leyft rithöfundum sínuim að flakka til annarra forlaga og gefa út eitt og eitt ljóð eða eina og eina sögu?  Nú er tími "bloggaranna".  Frelsi til framhjáhalds er slagorðið!!Wink

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband