Frelsi til framhjáhalds

"Nú er það svart maður- allt hvítt,"sagði bóndinn þegar hann leit til verðurs.  Ég opnaði bloggsíðu á blog central áður en ég kom hingað á "moggabloggið" en ég get einhvern vegin ekki slitið mig þaðan samt.  Var búin að planta þar myndum og svona svo þar eru ræturnar farnar að skjóta sér.  Þetta er dálítið eins og mislukklað hjónaband þar.  Búið að stofna heimili og alles en fara svo á stúfana út eftir ævintýrum.  Ævintýrin þau eru hér.  Eða hvað?  Jú aðens meiri umferð á síðuunni minni hér en þar sé ég. Umhverfið aðeins auðveldara í sniðum. Þá meina ég uppsetningin.  Fleiri sem ég þekki úr "raunheimum" o.s.frv.  Niðurstaða mín er sú að þetta "framhjáhald" er leyfilegt og það eykur bara á kryddið í tilverunni að hoppa á milli.  Burt með samviskubitið.  Við lifum á tímum frelsis.  Hvaða bókaforlag hefði getað leyft rithöfundum sínuim að flakka til annarra forlaga og gefa út eitt og eitt ljóð eða eina og eina sögu?  Nú er tími "bloggaranna".  Frelsi til framhjáhalds er slagorðið!!Wink

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Hibb... hibb... húrrey......

Herdís Sigurjónsdóttir, 25.3.2007 kl. 15:29

2 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Akkúrat, en notum frelsið til góðs eins.

G.Helga Ingadóttir, 27.3.2007 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband