Færsluflokkur: Evrópumál

Að hrökkva eða stökkva

Nú er að hrökkva eða stökkva.

Við verðum að setja gott fólk í samningaviðræðurnar.  Fólk sem segir nei og meinar nei en ekki fólk sem segir nei en gerir já.

Standa vörð um auðlindir okkar og umfram allt fara að hlíta reglum öðrum en geðþóttaákvörðunum misvitra pólitíkusa sem hafa plantað sér víða í íslenska kerfinu. 

Það er spurning hvernig nýtt lýðveldi passar inn í þessa umræðu.

Við verðum að skoða þennan möguleika og ætla okkur stað meðal þjóða.

Nýtt lýðveldi getur komið sterkt inn í bandalag Evrópuþjóða.

Verst með flugeldana............. 


mbl.is Fengjum forgang inn í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigum við að ganga í Evrópusambandið?

Mikið er nú skrafað og skeggrætt um það hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu?

Ég hef ekki haft harða afstöðu í þeim efnum hvorki með né móti.

Sú staðreynd að við erum í Evrópu ýtir þó undir það að við ættum að sækja um aðild.  Þó hafa verið færð rök fyrir því að nú sé ekki rétti tíminn þar sem allt sé í kalda koli í Evrópu og því sé okkur hollara að standa hjá enn um sinn.

En er ekki allt í kalda koli hér líka?  Eigum við ekki að leita eftir stuðningi og samhljómi þeirra sem standa okkur næst?

Regluverk Evrópusambandsins hefur verið nefnt sem vegartálmi á þeirri vegferð okkar að fara þar inn.

Hefði nú ekki það sama regluverk bjargað okkur frá því að fara svo hrikalega illa út úr hruni efnahagskerfisins sem raun ber vitni?

Það þýðir lítt um það að fást en ég tel að við eigum að draga þann lærdóm af málum sem unnt er og nota okkur til uppbyggingar og framdráttar.

Við eigum færa menn eins og Jón Baldvin o.fl. sem þekkir reglurnar vel og gætu skannað þær enn frekar. Við eigum að setja okkar færustu menn í málið.  Það er einfaldlega of tímafrekt fyrir okkur nú að finna upp hjólið.

Það var Mark Twain sem sagði "áttaðu þig á staðreyndum málsins fyrst, síðan getur þú hagrætt þeim að vild". 

Þó við færum kannski ekki alveg svoleiðis í málið hef ég þá trú að við getum samið um okkar sérstöðu en til þess þurfum við að nýta þá starfskrafta og þá reynslu sem við eigum.

Ég tel ekki ráðlegt að treysta ríkisstjórninni í blindni í þeim efnum.  Við verðum að fá annað fólk að stjórntækjunum sem fyrst.

Lærða menn og reynda sem kunna á pólitískt GPS!!! Wink

(GPS=Staðsetningartæki)

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband